• Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.
Sjöstrand Ísland

Sjöstrand er stofnað af fjölskyldu með ástríðu fyrir sjálfbærni, hönnun og – að sjálfsögðu – gómsætu kaffi. Innblástur fyrir grænni lífstíl með einfaldri, en jafnframt tímamóta nýsköpun.

  • Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.

BAM BAM ESPRESSO – SÉRÚTGÁFA

Fullkominn espressobolli sem skaðar engann! Sjöstrand og Lykke bjóða upp á nýja bragðtegund af espresso í tilefni sumarsins. Báðir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa byrja vegferð sína á svipaðan máta, með það fyrir augun að breyta kaffiframleiðslu til hins betra, í átt að sjálfbærni í framleiðslu, fyrir samfélagið og umhverfið.

Lykke hefur þá sérstöðu á markaði að koma sjálfir að rekstri kaffibúgarðanna sem þeir sækja kaffið frá. Þannig tryggja þeir algert gegnsæji í öllu ferlinu frá baun í bolla. Þá hafa þeir tekið eitt auka skref með því að bjóða kaffibóndum hlut í Lykke og því geta þeir hagnast á velgengni Lykke í Evrópu.

BAM BAM kaffið er samstarf Sjöstrand við sænska kaffifyrirtækið Lykke kaffegårdar, sem hefur þróað espresso hylkjakaffi sem tikkar í öll réttu boxin. Viltu prufa BAM BAM? Við mælum með að lesa þessa fróðleiksmola hér fyrir neðan upphátt og bæta BAM (!) fyrir aftan hverja setningu: 

Mjúkur og lifandi með tón frá frönsku núggati, hvítu súkkulaði og karamellu. (BAM!)

Ríkt af bragðtegundum og jafnvægi í ristun. (BAM!)

Niðurbrjótanleg hylki sem tryggja ferskleika (BAM!)

Kaffibaunir ræktaðar í litlum búgörðum (BAM!)

Efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega sjálfbært (BAM!)

0% skaðleg áhrif hagsmunaaðila (BAM!)

Rekjanlegt að fullu (BAM!)

Bætir loftslagið (BAM!)

Með því blanda saman sjálfbærum kaffibúgörðum Lykke og niðurbrjótanlegu hylkjum Sjöstrand sem skilja eftir sig jákvætt kolefnissport, er hér á ferðinni kaffibolli sem bæði ljúffengur og skaðar engann. Baunirnar eru ræktaðar í takmörkuðu upplagi á kaffibúgörðum Lykke í Espiritó Santo, Brasilíu og Agua de Nieves, Perú.

BAM BAM UPPRUNI

Brasilía 

Um 400 km norður af Rio de Janeiro er að finna kaffiframleiðslu svæðin Espiritó Santo og Caparaó. Öfugt við svæðin í vesturátt þar sem kaffbúgarðarnir eru gríðarstórir, flatir og vinnan er unnin af vélum, þá eru búgarðarnir í Espiritó Sanot og Caparaó mun minni og staðsettir í brattari hlíðum, reknir af fjölskyldum sem vinna með höndunum af alúð.

Svæði: Bateia, Castelo – Espiritó Santo 
Hæð yfir sjávarmáli: 800-1200 m 
Vinnslu aðferð: Berþurrkað (Pulped/Natural)

Bam Bam in the nature

Perú

Til að komast að litla kaffibúgarðinum í Agua de Nieve frá höfuðborginni í Perú, Lima, þarf að ferðast yfir Andesfjöllin í gegnum kaffiræktunarhéruðin í Selva Central. Nafnið Agua de Nieve er hægt að beinþýða yfir í “snjó vatn” og fékk svæðið heiti sitt til heiðurs bráðnandi snjóvatninu sem rennur niður hlíðar Andesfjallanna og nærir akra kaffibúgarðsins.

Svæði: Agua de Nieves, Monobamba 
Hæð yfir sjávarmáli: 1600-2100 m 
Vinnluaðferð: Þvegið (Washed Process)

You're using an old browser

Old browsers only have partial support for new technology and doesn't give the website an honset chance to live up to its fully potential. You can easily download an other web browser that works better. Here is onyl a few modern browsers that works great!

Update my browser

I'd like to continue anyway