Rannsóknin sýnir að bestu dæmin í báðum tilfellum, hylkjakaffi og svo uppáhelling, sýni svipaðar niðurstöður. Þar er tekið mið af kaffineytanda sem hellir þá alltaf uppá nákvæmlega magnið sem drukkið er og ekkert fer til spillis, sem endurspeglar ekki hegðun meðalneytandans.
Það eru að sjálfsögðu mörg atriði sem þarf að taka til greina í þessu sambandi og hefur hegðun neytenda stór áhrif á niðurstöðurnar. Eins og til dæmis; hellir hann uppá of mikið, hefur hann kaffivélina alltaf í gangi o.s.frv. Niðurstöðurnar sýna taka þó mið af þessum hefðbundna meðalneytanda í bæði hylkjakaffi og uppáhellingu, þar sem hið fyrrnefnda skilur eftir sig betra umhverfisspor.
Hylkjakaffi er einstaklega þægilegur kostur þegar kemur að kaffineyslu á heimilum – engin sóun á kaffi, hreinlæti og lítið sem ekkert viðhald.