• Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.
Sjöstrand Ísland

Sjöstrand er stofnað af fjölskyldu með ástríðu fyrir sjálfbærni, hönnun og – að sjálfsögðu – gómsætu kaffi. Innblástur fyrir grænni lífstíl með einfaldri, en jafnframt tímamóta nýsköpun.

  • Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.

ER HYLKJAKAFFI UMHVERFISVÆNNA EN UPPÁHELLING?

 

Já, þegar stórt er spurt! Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var af fyrirtækinu Quantis skilur hylkjakaffi eftir sig minna umhverfisspor en uppáhelling. 

Quantis er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að innleiða umhverfisvæna ferla í fyrirtækjum. Tiltekin rannsókn gekk út á að bera saman lífsferlisáhrif (e. Life Cycle Assessment) á kaffihylkjum annars vegar (e. single serve coffee) og uppáhellingu hins vegar (e.bulk coffee brewing).

Niðurstöðurnar eru áhugaverðar en þær sýna að hjá meðalneytanda skilur hylkjakaffið eftir sig minna umhverfisspor en uppáhelling. Helstu áhrifaþættirnir sem spila inn í eru að í hylkjakaffi fer ekkert kaffi til spillis og sömuleiðis er rafmagnsnotkunin töluvert minni. Hylkjakaffinu fylgja að sjálfsögðu auka umbúðir en það vegur ekki upp á móti hinum þáttunum. Þá má geta þess að í rannsókninni er ekki miðað við umbúðir sem eru niðbrjótalegar í náttúrunni eins og Sjöstrand.

Rannsóknin sýnir að bestu dæmin í báðum tilfellum, hylkjakaffi og svo uppáhelling, sýni svipaðar niðurstöður. Þar er tekið mið af kaffineytanda sem hellir þá alltaf uppá nákvæmlega magnið sem drukkið er og ekkert fer til spillis, sem endurspeglar ekki hegðun meðalneytandans.

Það eru að sjálfsögðu mörg atriði sem þarf að taka til greina í þessu sambandi og hefur hegðun neytenda stór áhrif á niðurstöðurnar. Eins og til dæmis; hellir hann uppá of mikið, hefur hann kaffivélina alltaf í gangi o.s.frv. Niðurstöðurnar sýna taka þó mið af þessum hefðbundna meðalneytanda í bæði hylkjakaffi og uppáhellingu, þar sem hið fyrrnefnda skilur eftir sig betra umhverfisspor.

Hylkjakaffi er einstaklega þægilegur kostur þegar kemur að kaffineyslu á heimilum – engin sóun á kaffi, hreinlæti og lítið sem ekkert viðhald.

Sjöstrand hefur það síðan að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif keffineyslunnar. Hylkin eru gerð úr plöntutrefjum og sterkju, eru niðurbrjótanleg og þau innihalda 100% lífrænt kaffi. Sjöstrand sér síðan til þess að hvert hylki skilur eftir sig jákvætt umhverfisspor sem þýðir að kolefnisfótspor, frá baun til bolla, er bætt að fullu og rúmlega það. Þá má nefna að Sjöstrand Espressovélin fer fljótt í orkusparnaðar stöðu þegar hún er ekki notkun og kveikt er á henni.

Kaffifréttaskot dagsins í boði Sjöstrand. Hér er svo hægt að rýna í rannsóknina og niðurstöðurnar fyrir þá sem vilja kynna sér niðurstöðurnar betur:

Rannsókn Quantis – helstu niðurstöður má finna á síðu viii.

Með grænum kaffikveðjum,
SJÖSTRAND

You're using an old browser

Old browsers only have partial support for new technology and doesn't give the website an honset chance to live up to its fully potential. You can easily download an other web browser that works better. Here is onyl a few modern browsers that works great!

Update my browser

I'd like to continue anyway