• Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.
Sjöstrand Ísland

Sjöstrand er stofnað af fjölskyldu með ástríðu fyrir sjálfbærni, hönnun og – að sjálfsögðu – gómsætu kaffi. Innblástur fyrir grænni lífstíl með einfaldri, en jafnframt tímamóta nýsköpun.

  • Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.

HÓTEL GEYSIR VELUR SJÖSTRAND

Það er einstaklega ánægjulegt að segja frá því að hið nýopnaða og glæsilega Hótel Geysir í Haukadal valdi Sjöstrand kaffivélar í öll herbergi hótelsins. Gestir hótelsins geta því gætt sér á ljúfffengum lífrænum espresso á herberginu, bolla sem hefur jákvæð áhrif á náttúruna! Það er vel við hæfi þar sem glæsihótelið er staðsett hjá einni af helstu náttúruperlu Íslands.

Hótelið er einstaklega glæsilegt

Í þessari miklu vitundarvakningu sem á sér stað í heiminum hvað varðar kolefnisspor og ágengni á auðlindir jarðar er vel við hæfi að bjóða gestum sem sækja Ísland heim, ekki síst vegna náttúrufegurðinnar, upp á kaffi sem er sjálfbært, brotnar niður í náttúrunni, lífrænt og skilur eftir sig jákvætt kolefnisspor. Og sem er einstaklega bragðgott í þokkabót! Við fögnum því fyrsta hótelinu sem státar sig af því að bjóða upp á Sjöstrand!

Klassíska hönnun Sjöstrand kaffivélarinnar passar vel inn í smekklega hannað hótelið þar sem Leifur Welding sá um hugmyndahönnunina en það var Brynhildur Sólveigardóttir, arkitekt, sem á heiðurinn af húsinu.

Alls eru 77 herbergi á hótelinu sem opnaði þann 1. ágúst síðastliðinn og í öllum herbergjum má finna kaffivélarnar og fjölbreytt úrval af Sjöstrand kaffi.

Tilvalið að njóta útsýnisins með morgunbollanum

Við fögnum þessum nýju samstarfsaðilinum og óskum þeim innilega til hamingju með þetta glæsilega hótel – og mælum að sjálfsögðu með heimsókn!

//SJÖSTRAND

You're using an old browser

Old browsers only have partial support for new technology and doesn't give the website an honset chance to live up to its fully potential. You can easily download an other web browser that works better. Here is onyl a few modern browsers that works great!

Update my browser

I'd like to continue anyway