OATLY BÆTIR KOLEFNISFÓTSPORI Á UMBÚÐIRNAR
Sænski hafradrykkja framleiðandinn Oatly hefur náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma – með góðum vörum og enn betri markaðssetningu. Nú hafa þeir bætt kolefnisfótspori á umbúðirnar sínar og hvetja aðra matvælaframleiðendur til að gera slíkt hið sama. Þeir velta upp spurningunni hvers vegna fólk geti reiknað út nákvæmt kolefnisfótspor þegar haldið er til sólarlanda en ómögulegt sé að gera það í daglegum innkaupum?
Þetta er frábær herferð hjá Oatly og sérstaklega í ljósi þess að matvælaiðnaðurinn stendur fyrir um 25% af útblæstri gróðurhúsaloftegunda í heiminum á meðan samgöngumátar (bílar, rútur, flugvélar, lestar o.s.frv.) standa fyrir um 14% samtals. (*uppl. frá IPCC 2014).
Það er því einstaklega góð hugmynd að drekka Oatly mjólk í Sjöstrand bollann. Nýju Sjöstrand hylkin skilja eftir jákvætt umhverfisspor sem þýðir að Sjöstrand sér til þess að meira kolefni sé bundið en sleppt er út við framleiðslu og flutning. Ef þið kjósið að drekka mjólk í kaffið þá eruð þið líklega öðrum hvorum megin við núllið í losun gróðurhúsalofttegunda með Oatly haframjólk í Sjöstrand kaffibollanum.
Við vekjum athygli á því að færslan er ekki unnin í neinu samstarfi við Oatly, við vorum bara heilluð af þessu frumkvæði hjá þeim – að hvetja matvælaiðnaðinn til að upplýsa neytendur um umhverfisáhrif og gefa þannig færi á samanburði við innkaup.
Hægt er að lesa meira um herferð þeirra HÉR (á ensku) og um útreikninga þeirra HÉR (á ensku).
//SJÖSTRAND