Sjöstrand er stofnað af fjölskyldu með ástríðu fyrir sjálfbærni, hönnun og – að sjálfsögðu – gómsætu kaffi. Innblástur fyrir grænni lífstíl með einfaldri, en jafnframt tímamóta nýsköpun.
Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.
SJÖSTRAND KOLEFNISJAFNAR MEÐ VI SKOGEN
Sjöstrand kaffið er fyrsta hylkjakaffið í heiminum sem skilur eftir jákvætt umhverfisspor. Sjöstrand sér til þess að kolefnisfótspor, frá baun til bolla, sé bætt að fullu og rúmlega það og fer kolefnisjöfnunin fram í samstarfi við sænsku samtökin Vi Agroforestry.
Samtökin hafa það að markmiði að berjast gegn bæði fátækt og loftslagsbreytingum með því að planta trjám í þróunarlöndum og veita íbúum og bændum m.a. menntun, upplýsingar og betra líf. Samtökin hafa þegar plantað yfir 120 milljónum trjáa og bætt lífsskilyrði hjá yfir 2,3 milljónum manna. Áherslan er því á bæði mannlega og umhverfislega sjálfbærni.
Vi Agroforesty standa fyrir fjölda verkefna sem miðast að því að bæta lífskjör í þróunarlöndum – hér má sjá konu frá Kenya segja frá sinni upplifun.
Meet Prisca Mayende at her farm in Kitale, Kenya as she shares her before & after journey, since she joined Kenya Agriculture Carbon Project #KACP The project aims to maintain & restore degraded agricultural land into functioning ecosystems #agroforestry#HLPF2019@agroforestrynwpic.twitter.com/Tw1f2EDoch
Lesa má meira um þau verkefni sem samtökin standa fyrir – HÉR.
//SJÖSTRAND
You're using an old browser
Old browsers only have partial support for new technology and doesn't give the website an honset chance to live up to its fully potential. You can easily download an other web browser that works better. Here is onyl a few modern browsers that works great!