
Espresso Kaffivél – Brass
Sjöstrand kaffivélin er nú fáanleg í brass útgáfu á ryðfríu stáli. Þessi nýja útgáfa á vinsælu og klassísku espressóhylkjavélinni okkar, sem passar einnig fyrir Nespresso® hylki, hefur nú þegar slegið í gegn meðal fagurkera, enda er brassið þekkt fyrir að glæsilegt yfirbragð og klassíska fágun.
Slétt yfirbragð skeljarinnar hýsir hágæða innvols, með það að meginhlutverki að brugga besta mögulega kaffi úr kaffihylkjum. Kaffivélin hitar alltaf rétt magn af vatni og þrýstir því í gegnum vel þétt og malað kaffi í hylkinu sem skilar hinum fullkomna bolla. Auk þess að gef hágæða kaffibolla þá er þessi uppáhellingaraðferð frábær fyrir umhverfið, þar sem þess aðferð krefst lítils magns af orku, vatni og kaffi per bolla. Ekkert fer til spillis.

EFTIRTEKTARVERÐ HÖNNUN
Ryðfría stálbygging vélarinnar sameinað við klassíska skandinavíska hönnun kemur vel út í hvaða umhverfi sem er. Hvort sem heimilið þitt eða skrifstofa er nútímaleg, retró, kósý eða eitthvað meira áberandi, þá smellpassar þessi einfalda og tímalausa hönnun inn í öll kaffihorn.
FULLKOMIÐ JAFNVÆGI
Kaffivélin er búin háþrýstipumpu (19 barómetrar) sem ásamt heitu vatni við rétt hitastig tryggir að öll bragðefni kaffisins komi fram í fullkomnu jafnvægi.

SJÁLFBÆRNI OG HRINGRÁS
Kaffivélin er samansett af búnaði sem fylgja ströngustu stöðlum og má auðveldlega halda við og gera við ef þarf. Þannig útrýmum við þörfinni fyrir að skipta út vélum vegna bilana eða þróunar í vélbúnaði og styðjum við sjálfbært hringráskerfi Sjöstrand.
Við erum með metnaðarfullar áherslur þegar kemur að því að bæta gæði.
Nýjustu uppfærslur fela í sér eftirfarandi:
- Sterkari þéttingar sem þola betur slit.
- Endurbætt bruggunarkerfi sem ráða betur við mismunandi tegundir hylkja.
- Viðvörunarkerfi sem lætur vita þegar kominn er tími á afkölkun.
- Minni titringur þegar verið er að dæla kaffi.
- Fínstillt flæði á vökva til að koma í veg fyrir stíflu.

KLASSÍSK HÖNNUN Í 10 ÁR
Sjöstrand vélin kom fyrst á markað árið 2012 og fagnar því 10 ára afmæli í ár. Tímalaus og klassísk hönnun Sjöstrand vélarinnar hefur gert hana að uppáhaldi hjá fagurkerum og ekki skemmir fyrir að um sjálfbæran valkost er að ræða og auðvitað frábært kaffi!
ALLIR FÁ SINN UPPÁHALDS BOLLA
Kaffidrykkja er persónuleg athöfn og hver og einn með sinn uppáhaldsbolla. Sjöstrand leyfir notendum að stilla vélina eftir sinni hentisemi. Hvort sem þú viljir Lungo eða Espresso þá er einfalt að velja og vista þinn uppáhaldsbolla á vélinni.
-
Espresso Kaffivél – Brass69.990 kr.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Espresso kaffivélin er fyrirferðarlítil en samt sem áður með næga afkastagetu fyrir langtímanotkun án nokkurra afskipta. Vélin er búin bæði stórum vatnstanki og hylkjahólfi. Dropabakkinn er stillanlegur fyrir hentuga bollastærð hverju sinni.
Háþrýsti pumpa | 19 bar |
Stærð hylkjahólfs | 15 kaffihylki |
Stærð vatnstanks | 1,2 lítrar og færanlegur |
Dropabakki | Stillanlegur og færanlegur |
Bollastærð / Brugghlutfall | Sjálfvirkt og stillanlegt |
Orkusparnarstilling | Virkjast eftir 10 mínútur í bið |
Rafmagn | AC220-240V, 50-60Hz, 1200-1400W |
Þyngd | 4 kg |
Bollastærð | Stillanlegur dropabakki sem |
passar fyrir flestar bollastærðir | |
Kaffihylki | Passar fyrir öll hylki sem fylgja |
Nespresso® hylkjakerfi | |
Mál vélar (H x B x D) í mm | Með öllu: 259 x 186 x 336 |
Án dropabakka: 259 x 186 x 264 | |
Með handfang upp: 328 x 186 x 336 | |
Borðpláss fyrir vél: 259 x 153 x 264 | |
Hæð að kaffihaus: 170 | |
Frá dropabakka að kaffihaus: 108 (max) | |
Ábyrgð | 2 ár ( + 1 auka ár þegar vélin er keypt á sjöstrand.is ) |