Fara á biðlista We will inform you when the product arrives in stock. Just leave your valid email address below.
Email We won't share your address with anybody else.

GRÆNN VINNUSTAÐUR 2020

SJÖSTRAND BÝÐUR UPP Á UMHVERFISVÆNAR KAFFILAUSNIR FYRIR FYRIRTÆKI

SJÖSTRAND FYRIRTÆKJALAUSNIR

Sjöstrand býður upp á umhverfisvænan valmöguleika fyrir fyrirtæki, hótel og aðra vinnustaði. Með því að sameina einfaldleika, hreinlæti og sjálfbærni í bragðgóðum bolla þá er Sjöstrand kjörinn kostur fyrir fyrirtæki af öllu stærðum og gerðum.

Grunnhugmyndin á bakvið Sjöstrand er að selja vörur í klassískri hönnun sem stenst tímans tönn og passar í hvaða rými sem er. Kaffihylki Sjöstrand innihalda 100 prósent lífrænt ræktað kaffi, hylkin brotna niður í náttúrunni og eru þau fyrstu í heiminum sem skilja eftir jákvætt umhverfisspor.

FRÍTT KAFFI Í EINA VIKU

Sjöstrand býður vinnustöðum að prufa vélina og með því fylgir frítt kaffi í eina viku og að sjálfsögðu engar skuldbindingar.

Tidlös-design-och-hållbarhet
FRÍ AFHENDING
KAFFIPANTANIR ERU KEYRÐAR Í FYRIRTÆKI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
EINFALT & BRAGÐGOTT
HELLT ER UPPÁ GÓMSÆTAN BOLLA Á FLJÓTLEGAN OG EINFALDAN HÁTT
LÍFRÆNT OG UMHVERFISVÆNT
KAFFIHYLKIN ERU NIÐURBRJÓTANLEG OG INNIHALDA 100% LÍFRÆNT KAFFI

SJÖSTRAND KAFFI

Umhverfisvænu hylkin frá Sjöstrand eru þau fyrstu sinnar tegundar heiminum og taka sjálfbærni skrefinu lengra.

Hylkin eru gerð úr plöntutrefjum og sterkju, brotna niður í náttúrunni og má henda með lífrænum úrgangi. Sjöstrand sér til þess að hvert hylki skilur eftir sig jákvætt umhverfisspor sem þýðir að kolefnisfótspor, frá baun til bolla, er bætt að fullu og rúmlega það. Kaffihylkin frá Sjöstrand eru fyllt með besta mögulega kaffi sem baunabeltið hefur uppá að bjóða – 100% lífrænt ræktað og fair trade.

Fyrirtæki hafa möguleika á að panta kaffi í þremur mismunandi stærðum
- 10 hylkja, 100 hylkja eða 500 hylkja pakkningar.

Vår-espressokapsel

SJÖSTRAND KAFFIVÉLAR

FYRIRTÆKJAVEL copy11

Lykilorðin á bakvið Sjöstrand eru ending, virkni og bragð. Kaffivélarnar eru einfaldar í notkun en með einu einföldu handtaki færðu kaffibolla, alveg eins og þú vilt hafa hann.

FYRIRTÆKJAVÉL

Fyrirtækjavélin er fallega hönnuð og afar vönduð. Vélin hentar vel fyrir 50-100 kaffibolla á dag. Einföld í notkun, viðhald í lágmarki og hreinlæti í hámarki. Hentar vel fyrir til dæmis hótel, veitingastaði, ráðstefnur og skrifstofur.

ESPRESSÓVÉL

Espressovélin frá Sjöstrand og mjólkurflóarinn eru klassísk hönnun, úr ryðfríu stáli. Hentar meðal annars fyrir minni vinnustaði, hótelherbergi, fundarherbergi og verslanir.

VINIR SJÖSTRAND

HÓTEL GEYSIR

Espressóvélina frá Sjöstrand má finna á öllum 77 herbergjum á hinu glæsilega Hótel Geysi í Haukadal. Sjálfbærnistefna hótelsins passar einstaklega vel við gildi Sjöstrand og því erum við gríðarlega stolt af þessu samstarfi.

SJÁLFBÆRNI OG GRÆN ORKA

Hótelið hefur tileinkað sér sjálfbæra stefnu þar sem markmiðið er að sameina sjónarmið náttúrunnar og þarfir gesta. Hótel Geysir er starfrækt og upphitað eingöngu með grænni og endurnýjanlegri orku. Allt rafmagn sem notað er á hótelinu er framleitt af vatnsaflsvirkjunum sem er græn orka. Náttúruleg uppspretta affallsvatns er sjálfrennandi frá hverasvæðinu og nýtt til upphitunar á  hótelinu.

Þá hefur Hótel Geysir fjárfest í 70 hekturum af votlendi til þess að vernda votlendið. Þau leggja sig einnig fram við skógrækt og hafa plantað gríðarlegu magni af trjám árlega.

"Eitt af því sem Hótel Geysir lagði mikla áherslu á þegar við byggðum nýja hótelið var að velja eftir fremsta megni umhverfisvæna kosti. Við erum einstaklega stolt af því að bjóða upp á Sjöstrand kaffi og kaffivélar á öllum herbergjunum okkar þar sem hylkin brotna niður í náttúrunni og flokkast með lífrænum úrgangi. Hefur það vakið mikla athygli meðal gesta okkar sem vilja einnig eignast Sjöstrand kaffivél enda erum við öll nú til dags orðin mjög meðvituð um umhverfisspor okkar. Í gestaumsögnum um hótelið er einnig iðulega minnst á hversu einstaklega bragðgott kaffið er enda fátt betra að byrja daginn á góðum bolla"
- Elín Svafa Thoroddsen, eigandi Hótel Geysis

unnamed-2
unnamed-4
yuzu-burger-restaurant-haf-studio-reykjavik-iceland_dezeen_2364_col_12

YUZU

Hamborgarastaðurinn Yuzu á Hverfisgötu býður uppá Sjöstrand kaffi úr fyrirtækjavélinni okkar. Yuzu býður upp á frábæran mat í einstaklega vel hönnuðu umhverfi eftir HAF Studio.

"Þegar við fórum að skoða kaffimálin fyrir YUZU varð okkur hugsað til Sjöstrand enda virkilega gott lífrænt kaffi og umhverfisspor hylkjanna jákvætt. Þegar við prófuðum fyrirtækjavélina var svo ekki aftur snúið, glæsilegri, snyrtilegri og einfaldari vél er held ég erfitt að finna. Þar að auki er kaffið alltaf eins og krefst engar sérþekkingar starfsmanna við uppáhellingu. Haukur Már yfirkokkur krefst gæða og stöðugleika í vörunum okkar og Sjöstrand uppfyllir þau skilyrði og gott betur en það."
-Sindri Jensson, eigandi Yuzu

66°NORÐUR

66°Norður er eitt virtasta vörumerki okkar Íslendinga og völdu þeir Sjöstrand kaffilausn fyrir skrifstofur sínar í Miðhrauni sem telja um 60 starfsmenn.

"Við hjá 66°Norður erum mjög ánægð með fyrirtækjaþjónustu Sjöstrand.

Kaffið er 100% lífrænt og umbúðir umhverfisvænar sem okkur finnst mikilvægt og í takt við gildi fyrirtækisins og stefnu í umhverfismálum.

Þegar við völdum kaffi og kaffivél var horft í gæði og uppruna. Sjöstrand hefur allan pakkann!"
- Harpa Sjöfn Lárusdóttir, Fjármálastjóri 66°Norður

78857102_1297381000463948_5627386921404596224_n