• Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.
Sjöstrand Ísland

Sjöstrand er stofnað af fjölskyldu með ástríðu fyrir sjálfbærni, hönnun og – að sjálfsögðu – gómsætu kaffi. Innblástur fyrir grænni lífstíl með einfaldri, en jafnframt tímamóta nýsköpun.

  • Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.

FYRIRTÆKJALAUSNIR

Frí heimsending

Þegar pantað er fyrir 10.000 kr.

Skjót afgreiðsla

Sent af stað innan 24 klst.

Ekkert kolefnisspor

Lífrænt kaffi í umhverfisvænum hylkjum

GRÆNN VINNUSTAÐUR

Sjöstrand býður upp á umhverfisvænan valmöguleika fyrir fyrirtæki, hótel og aðra vinnustaði. Með því að sameina einfaldleika, hreinlæti og sjálfbærni í bragðgóðum bolla þá er Sjöstrand kjörinn kostur fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Grunnhugmyndin á bakvið Sjöstrand er að selja vörur í klassískri hönnun sem stenst tímans tönn og passar í hvaða rými sem er. Kaffihylki Sjöstrand innihalda 100 prósent lífrænt ræktað kaffi, hylkin brotna niður í náttúrunni og eru þau fyrstu í heiminum sem skilja eftir jákvæð áhrif á umhverfið.

FRÍ PRUFUVIKA

Sjöstrand býður vinnustöðum að prufa kaffivél í eina viku án endurgjalds – engar skuldbindingar.

KAFFIÐ OKKAR

NÁTTÚRULEGA BETRI BOLLI!

Umhverfisvænu hylkin frá Sjöstrand eru þau fyrstu sinnar tegundar heiminum og taka sjálfbærni skrefinu lengra.

Hylkin eru gerð úr plöntutrefjum og sterkju, brotna niður í náttúrunni og má henda með lífrænum úrgangi. Sjöstrand sér til þess að hvert hylki skilur eftir sig jákvæð áhrif á umhverfið sem þýðir að kolefnisfótspor, frá baun til bolla, er bætt að fullu og rúmlega það. Kaffihylkin frá Sjöstrand eru fyllt með besta mögulega kaffi sem baunabeltið hefur uppá að bjóða – 100% lífrænt ræktað og Fairtrade vottað.

Fyrirtæki hafa möguleika á að panta kaffi í tveimur mismunandi stærðum
10 hylkja og 100 hylkja pakkningum.

VÉLARNAR OKKAR

ESPRESSÓVÉL & FLÓARI

0-30 bollar á dag

Espressovélin frá Sjöstrand og mjólkurflóarinn eru klassísk og tímalaus skandinavísk hönnun, úr ryðfríu stáli.

Hentar meðal annars fyrir minni vinnustaði, hótelherbergi, fundarherbergi, vinnustofur og verslanir.

JAVA - EINFÖLD FYRIRTÆKJAVÉL

20-60 bollar á dag

Java vélin er einföld og þægileg kaffivél sem býður uppá mjólkurbolla með einum smelli. Einföld í notkun með lágmarks viðhaldi og hámarks hreinlæti.

Hentar meðal annars fyrir skrifstofur, verslanir, hárgreiðslu- og snyrtistofur, móttökur og stærri fyrirtæki með nokkrar kaffistöðvar.

SUMATRA - TVÖFÖLD FYRIRTÆKJAVÉL

50-100 bollar á dag

Sumatra vélin er fallega hönnuð og afar vönduð. Vélin er einföld í notkun, viðhald í lágmarki og hreinlæti í hámarki. Á vélinni eru tvær kaffistöðvar, stútur fyrir tevatn og möguleiki á sjálfvirkri mjólkurflóun.

Hentar meðal annars fyrir hótel, veitingastaði, ráðstefnur og skrifstofur.

VINIR SJÖSTRAND

HÓTEL GEYSIR

Espressóvélina frá Sjöstrand má finna á öllum 77 herbergjum á hinu glæsilega Hótel Geysi í Haukadal. Sjálfbærnistefna hótelsins passar einstaklega vel við gildi Sjöstrand og því erum við gríðarlega stolt af þessu samstarfi.

“Eitt af því sem Hótel Geysir lagði mikla áherslu á þegar við byggðum nýja hótelið var að velja eftir fremsta megni umhverfisvæna kosti. Við erum einstaklega stolt af því að bjóða upp á Sjöstrand kaffi og kaffivélar á öllum herbergjunum okkar þar sem hylkin brotna niður í náttúrunni og flokkast með lífrænum úrgangi. Hefur það vakið mikla athygli meðal gesta okkar sem vilja einnig eignast Sjöstrand kaffivél enda erum við öll nú til dags orðin mjög meðvituð um umhverfisspor okkar. Í gestaumsögnum um hótelið er einnig iðulega minnst á hversu einstaklega bragðgott kaffið er enda fátt betra að byrja daginn á góðum bolla”
– Elín Svafa Thoroddsen, eigandi Hótel Geysis

YUZU

Hamborgarastaðurinn Yuzu á Hverfisgötu býður uppá Sjöstrand kaffi. Yuzu býður upp á frábæran mat í einstaklega vel hönnuðu umhverfi eftir HAF Studio.

“Þegar við fórum að skoða kaffimálin fyrir YUZU varð okkur hugsað til Sjöstrand enda virkilega gott lífrænt kaffi og umhverfisspor hylkjanna jákvætt. Þegar við prófuðum fyrirtækjavélina var svo ekki aftur snúið, glæsilegri, snyrtilegri og einfaldari vél er held ég erfitt að finna. Þar að auki er kaffið alltaf eins og krefst engar sérþekkingar starfsmanna við uppáhellingu. Haukur Már yfirkokkur krefst gæða og stöðugleika í vörunum okkar og Sjöstrand uppfyllir þau skilyrði og gott betur en það.”
-Sindri Jensson, eigandi Yuzu

66°NORÐUR

66°Norður er eitt virtasta vörumerki okkar Íslendinga og völdu þeir Sjöstrand kaffilausn fyrir skrifstofur sínar í Miðhrauni sem telja um 60 starfsmenn.

“Við hjá 66°Norður erum mjög ánægð með fyrirtækjaþjónustu Sjöstrand.Kaffið er 100% lífrænt og umbúðir umhverfisvænar sem okkur finnst mikilvægt og í takt við gildi fyrirtækisins og stefnu í umhverfismálum. Þegar við völdum kaffi og kaffivél var horft í gæði og uppruna. Sjöstrand hefur allan pakkann!”
– Harpa Sjöfn Lárusdóttir, Skrifstofustjóri 66°Norður

HAFA SAMBAND

Segðu stuttlega frá kaffiþörfum þíns fyrirtækis/vinnustaðar – við höfum samband eins fljótt og auðið er!

You're using an old browser

Old browsers only have partial support for new technology and doesn't give the website an honset chance to live up to its fully potential. You can easily download an other web browser that works better. Here is onyl a few modern browsers that works great!

Update my browser

I'd like to continue anyway