• Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.
Sjöstrand Ísland

Sjöstrand er stofnað af fjölskyldu með ástríðu fyrir sjálfbærni, hönnun og – að sjálfsögðu – gómsætu kaffi. Innblástur fyrir grænni lífstíl með einfaldri, en jafnframt tímamóta nýsköpun.

  • Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.

Kaffi í áskrift

TILBOÐ Í JÚNÍ – SPARAÐU MEÐ KAFFIÁSKRIFT
10% fastur afsláttur + 10% auka afsláttur og súkkulaðiglaðningur með fyrstu pöntun

FYRSTA FLOKKS KAFFI

Sjöstrand kaffið er betri kostur þegar kemur að umhverfisvænu hylkjakaffi á Íslandi. Sjöstrand sækir kaffið beint úr framleiðslu og því eru hylkin á Íslandi aðeins um viku eftir að kaffið er malað og sett á hylki. Niðurbrjótanlegu Sjöstrand hylkin eru fyllt af 100% lífrænt ræktuðu og fairtrade vottuðu kaffi, kolefnisjafnað að fullu og rúmlega það.

SPARAÐU TÍMA OG PENINGA

Með áskrift ertu með fastan 10% afslátt og á sama tíma fara kaffikaupin í sjálfvirkt ferli hjá okkur. Þú spara því bæði pening og tíma.

Með þessu fyrirkomulagi öðlast fyrirtæki og heimili betri yfirsýn yfir eigin kaffikaup og forðast þannig að panta of mikið eða verða kaffilaus – sem er auðvitað glatað ástand. 

TILBOÐ:
Í júní mánuði bjóðum við 10% fastan afslátt af kaffi í áskrift og bætum við 10% aukaafslætti af fyrstu pöntun og súkkulaðiglaðning.

ÞÚ STÝRIR FERÐINNI

Engar skuldbindingar og ekkert smátt letur. Þú stýrir ferðinni, getur alltaf breytt og bætt áskrift, sett á pásu eða stöðvað.

Þú setur saman þinn kaffipakka í áskrift, velur um tíðni sendinga og afhendingarmáta.

Inná “Mitt Sjöstrand” hefur þú aðgang að yfirliti áskriftar ásamt möguleikum á að breyta og bæta.

KAFFIÐ HEIM AÐ DYRUM

Ef virði sendingar fer yfir 10.000 kr. þá sendum við kaffið án endurgjalds. Þú getur valið um að fá dag- eða kvölddreifingu eða sækja á einn af afhendingarstöðum TVG Xpress.


SETTU SAMAN ÞINN KAFFIPAKKA

ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA

Settu saman þína kaffiáskrift

Þú setur saman þína kaffiáskrift úr okkar grunntegundum af kaffi (No1 – No5), allar blöndurnar eru til í 10 og 100 hylkja kössum.

Því næst velur þú tíðni afhendinga og getur valið á milli að fá kaffi á 1 mánaðar, 6 vikna eða 2 mánaða fresti. Að lokum velur þú “Skrá í áskrift” og færist í körfuna þar sem skrá þarf upplýsingar um heimilisfang, velja afhendingarmáta og tengja greiðslukort við áskrift.

Að því loknu færðu reglulegar kaffisendingar frá okkur.

Mitt Sjöstrand

Á þínu svæði getur þú fylgst með yfirliti yfir kaffiáskrift. Þú getur á einfaldan hátt gert þær breytingar eða bætingar sem þörf er á.

Undir flipanum “Áskriftir” sérðu hvaða vörur þú ert með í áskrift, hvað þær kosta og hvenær næsta pöntun er væntanleg.

Þú getur einnig breytt þinni samsetningu á kaffi í áskrift, breytt greiðslu upplýsingum eða heimilisfangi. Ef þú vilt hins vegar breyta tíðni sendinga þá þarf að senda fyrirspurn á [email protected] eða stöðva áskrift og skrá nýja strax í kjölfarið.

Greiðsla og afhending

Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Salt Pay og í áskrift er einungis er hægt að greiða með greiðslukorti. Fyrsta greiðsla á sér stað við skráningu áskriftar og í framhaldinu með reglulegu millibili, samkvæmt þeirri tíðni afhendinga sem valin er.

Afhending er í höndum samstarfsaðila okkar, TVG Xpress og velja má um dag- eða kvölddreifingu eða sækja á afhendingarstaði þeirra. Frá því pöntun berst tekur yfirleitt 1-2 daga að afhenda og fer sá tími eftir afhendingarleið. Sem dæmi þá er kvölddreifing oft afhend samdægurs ef pöntun berst fyrir hádegi á meðan dagdreifing er afhend degi síðar.

Þú færð yfirlit yfir þína stöðu á “Mitt Sjöstrand”.

Engar skuldbindingar

Það er enginn binditími í kaffiáskrift hjá Sjöstrand og þú getur stöðvað áskrift þegar þér hentar eða sett á bið. Það er gert á “Mitt Sjöstrand”.

Til að stöðva áskrift smellir þú á hnappinn “Stöðva áskrift” undir “Áskriftir” flipa og í kjölfarið fer engin greiðsla í gegn. Ef greiðsla hefur þegar farið í gegn þá stöðvast áskriftin fyrir næstu endurnýjun.

Þegar áskrift hefur verið stöðvuð má á einfaldan máta setja hana aftur í gang, en það getur þó krafist staðfestingar á greiðsluupplýsingum.

Þú finnur frekari upplýsingar undir kaflanum “Áskriftarskilmálar” í skilmálum.

VANTAR ÞIG KAFFIVÉL MEÐ KAFFIÁSKRIFTINNI?

You're using an old browser

Old browsers only have partial support for new technology and doesn't give the website an honset chance to live up to its fully potential. You can easily download an other web browser that works better. Here is onyl a few modern browsers that works great!

Update my browser

I'd like to continue anyway