
KAFFIHYLKI
Sjöstrand hylkin eru þau fyrstu í heiminum sem skilja eftir sig jákvæð áhrif á umhverfið. Sjöstrand sér til þess að kolefnisfótspor, frá baun til bolla, er bætt að fullu og gott betur. Niðurbrjótanleg hylkin eru þar að auki fyllt með 100% lífrænu og fair trade vottuðu kaffi.

NÁTTÚRULEGA BETRI BOLLI
Sjöstrand hefur náð að gjörbreyta viðhorfi til hylkjakaffis – frá ógn við umhverfið yfir í sjálfbæra og þægilega lausn fyrir heimilið. Þú getur notið bollans með góðri samvisku!
Sjöstrand kaffihylkin passa einnig í Nespresso® kaffivélar.

EINFALT OG TÍMALAUST
Sjöstrand espressóvélin er tímalaus hönnun sem passar vel í mismunandi aðstæður. Með einum smelli færðu fullkominn bolla á örskotsstundu – einfaldara verður það ekki.
Sjöstrand kaffivélin fæst í tveimur litum – stál og brass.