• Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.
Sjöstrand Ísland

Sjöstrand er stofnað af fjölskyldu með ástríðu fyrir sjálfbærni, hönnun og – að sjálfsögðu – gómsætu kaffi. Innblástur fyrir grænni lífstíl með einfaldri, en jafnframt tímamóta nýsköpun.

  • Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.

Þjónusta – Spurt & Svarað

Sjöstrand bæklingar

ALGENGAR SPURNINGAR OG SVÖR

PANTANIR

HVERNIG SENDIÐ ÞIÐ PANTANIR?

Við keyrum sjálf út pantanir á höfuðborgarsvæðinu, utan höfuðborgarsvæðis sendum við með Póstinum.

HVERSU LANGAN TÍMA TEKUR AÐ FÁ AFHENDAR PANTANIR?

Pantanir eru settar í póst innan 24 klst frá því þær berast – á höfuðborgarsvæðinu keyrum við oftast út 1-2 dögum eftir að þær berast okkur, stundum fyrr og sjaldan síðar.

HYLKI

HVERNIG ERU HYLKIN YKKAR UMHVERFISVÆN?

Hylkin eru gerð úr náttúrulegum efnum eins og t.d. plöntutrefjum, trjáberki og sterkju. Þetta er því sú mynd sem er ákjósanleg –  hylkin eru gerð af náttúrunni og verða aftur að náttúru. Þar að auki innihalda þau 100% lífrænt kaffi sem segir okkur að engin eiturefni hafa verið notuð við ræktun kaffibaunanna, kaffið er þar að auki fair trade vottað.

Það má einnig taka fram að við framleiðslan er vistvæn og er notast við sólar-, vind- og vatnsorku ásamt lífrænuu gasi og þá er kolefnisfótspor flutninga jafnað í gegnum sænksu samtökin Vi-Skogen.

HVAR ER HÆGT AÐ KAUPA SJÖSTRAND KAFFI?

Við erum alltaf að bæta við sölustöðum – þið getið sé yfirlit yfir sölustaði HÉR.

ER HÆGT AÐ SMAKKA KAFFIÐ?

Það er svo sannarlega hægt! Þið eruð alltaf velkomin í kaffi til okkar á Fiskislóð 57 (2. hæð),þá er hægt að smakka kaffið hjá ýmsum af okkar söluaðilum – Haf Store og Epal á höfuðborgarsvæðinu, Svarti Svanir á Akureyri, At Home á Akranesi, Póley Vestmannaeyjum, Útgerðin Ólafsvík, Motivo Selfossi og Hús Handanna Egilsstöðum.

Sendið okkur fyrirspurn á okkar miðlum ef þið viljið frekari upplýsingar.

MÁ NOTA SJÖSTRAND HYLKI Í NESPRESSO VÉLAR?

Já – það má svo sannarlega og mælum við hiklaust með þvi! Hylkin okkar notast við sama kerfi og hefur það engin áhrif á ábyrgð véla.

HVERT ER KOFFÍNMAGNIÐ Í EINU HYLKI?

Koffínmagnið fer aðeins eftir uppruna, gerð og kaffiblöndu. Áætla má að um 60-70 mg af koffíni séu í einu hylki. Decaf kaffið inniheldur minna en 0,1% af koffíni – eða minna en 5 mg.

ESPRESSOVÉL

VIRKA NESPRESSO HYLKI Í SJÖSTRAND VÉLINA?

Þar sem við notumst við sama kerfi þá virka hylkin í Sjöstrand vélina. Við mælum þó að sjálfsögðu með okkar eigin hylkjum og hefur komið í ljós að Nespresso hylkin virka misvel eftir tegundum.

VIRKA ÖNNUR HYLKI Í VÉLINA?

Flest hylki sem fylgja Nespresso kerfinu virka í vélina – þó misvel og er vélin hönnuð fyrir Sjöstrand hylkin.

FLÓARI

HVERNIG MJÓLK ER BEST AÐ NOTA Í FLÓARANN?

G-mjólk virðist freyða mest en þó er í góðu lagi að nota hvaða mjólk sem er. Ásamt g-mjólk þá er nýmjólk og fjörmjólk góð til að fá froðu. Það er einnig í góðu lagi að nota t.d. haframjólk (barista) eða möndlumjólk.

HVER ER MUNURINN Á ÞEYTURUNUM TVEIM SEM FYLGJA?

Annar þeytarinn er til þess að freyða mjólkina á meðan hinn hitar mjólkina en freyðir ekki. Þá er einnig stilling á flóaranum til þess að freyða kalda mjólk fyrir kalda kaffidrykki – takkanum er þá haldið inni þar til ljósið verður blátt.

VANDAMÁL

Að sjálfsögðu geta komið upp vandamál við notkun vélarinnar og er oftast hægt að leysa þau nokkuð auðveldlega.

HVAÐ GERI ÉG EF HYLKI FESTISTI Í VÉLINNI?

Ef upp kemur að hylki festisti þá er auðveldasta leiðin að taka handfangið upp og smella á takkann fyrir lítinn bolla og þá á vatnsþrýstingurinn að ýta hylkinu út.

ÞAÐ KEMUR LÍTIÐ MAGN AF KAFFI Í BOLLANN?

Þetta er líklega útaf því að stillingar á bollastærðum hafa ruglast. Til að endurstilla þær þá er slökkt á vélinni, því næst haldið inni takka fyrir stóran bolla, kveikið á vélinni á meðan takka er haldið inni og síðan sleppa. Þá eiga upprunalegar stillingar að vera komnar á.

Það er síðan alltaf hægt að velja eigin stillingar, þannig vilja sumir stækka litla bollann eða minnka þann stóra. Það er gert með því að halda inni takkanum á meðan kaffið rennur í hann, þegar ákjósanlegt magn er komið í bollann þá er takkanum sleppt og það verður ný stilling á vélinni.

ER KAFFIÐ EKKI NÆGILEGA HEITT?

Espresso kaffi er almennt ekki jafn heitt og t.d. uppáhelling. Miðað er við að hægt sé að taka sopa strax án þess að hætta sé á að brenna sig. Til þess að halda sem mestum hita þá getum við gefið nokkur ráð. Í fyrsta lagi er gott að láta heitt vatn renna í gegnum vélina áður en hellt er uppá fyrsta bollann, það hitar alla hluta inní vél og er gott til að skola aðeins í gegnum hana. Það er gert með því að setja handfangið niður án hylkis og smella á stóra bollann. Önnur ráð eru að nota bolla með þykkum veggjum sem halda vel hita og þá er gott að nota heitan bolla, kaldir bollar kæla kaffið fljótt um nokkrar gráður.

Ef þið notið síðan mjólk í kaffið þá mælum við að sjálfsögðu með að notuð sé heit mjólk.

ÞAÐ KEMUR EKKI VATN INNÁ VÉLINA!

Þetta getur gerst ef vatnið klárast á meðan verið er að hella uppá bolla. Þá missir vélin þrýsting á kerfinu og erfitt getur reynst að ná vatninu aftur inn. Auðveldasta leiðin er að setja handfangið niður án hylkis, ýta síðan á stóra bollann og í leiðinni lyfta handfanginu aðeins upp til að hleypa lofti inná kerfið. Þetta á að vera auðveld leið til að koma vatninu aftur í gang.

HVERNIG ÞRÍF ÉG VÉLINA AÐ INNAN?

Það er góður vani að byrja daginn á að setja handfangið niður án hylkis og ýta á stóra bollann og skola þannig létt í gegnum vélina með vatni.
Við mælum síðan með að vélin sé afkölkuð 1-2 sinnum á ári með afkölkunarefni – efnin má kaupa víða og meðal annars hjá okkur á Fiskislóð 57.

 

Fékkstu ekki svör við þínum spurningum? Hafðu samband!

Ef spurningar snúast um vörur eða ábyrgðarmál þá er æskilegt að láta fylgja upplýsingar um serial númer (undir vél), verslun sem vara var keypt ásamt dagsetningu kaupa – þá munum við þurfa pöntunarnúmer af heimasíðu eða kvittun sem staðfestir kaup.

You're using an old browser

Old browsers only have partial support for new technology and doesn't give the website an honset chance to live up to its fully potential. You can easily download an other web browser that works better. Here is onyl a few modern browsers that works great!

Update my browser

I'd like to continue anyway