Fara á biðlista We will inform you when the product arrives in stock. Just leave your valid email address below.
Email We won't share your address with anybody else.

SJÖSTRAND Á ÍSLANDI

22555527_1414788308599344_960258346728312263_o

UM OKKUR

Við kynntumst sænska kaffiframleiðandanum Sjöstrand í heimalandinu Svíþjóð, enda mikið áhugafólk um kaffi og kaffidrykkju. Verandi líka áhugafólk um umhverfisvernd þótti okkur þetta sameina það tvennt einstaklega vel. Einfaldleikinn heillaði, bæði í útliti og virkni, sem og einstaklega bragðgott lífrænt kaffi.

Sjöstrand er fjölskyldufyrirtæki, stofnað af þeim Jenny og Niklas. Gefum þeim orðið.

„Það var kaffihylkjavél sem við fengum í jólagjöf sem var kveikjan. Við skiljum vel afhverju margir eru hrifnir af því að fá sér espresso í hylkjaformi - það er einfalt, fljótlegt og gott. Okkur leið þó aldrei vel með einnota hylki úr áli útfrá sjónarmiðum um sjálfbærni. Við tókum því málin í okkar hendur og grunnhugmyndin að Sjöstrand Coffee Concept fæddist.

Við seljum 100 prósent lífrænt kaffi í hylki sem búið til úr plöntutrefjum og því niðurbrjótanlegt í náttúrunni.

Sjöstrand hefur hannað og þróað kaffivél í klassískri sænskri hönnun, úr ryðfríu stáli. Gæðin eru mikil og í fullu samræmi við okkar metnað þegar kemur að umhverfisvernd og sjálfbærni.

Vélin okkar ásamt náttúruvænum hylkjum skapa þessa hugsjón sem fyrirtækið byggir á og rata vörurnar inná sífellt fleiri heimili hjá umhverfismeðvituðu kaffidrykkjufólki“

Ef það vakna einhverjar spurningar eða þið viljið ræða málin yfir einum bolla - ekki hika við að hafa samband.

Sjöstrand á Íslandi
Fiskislóð 57
101 Reykjavík