• Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.
Sjöstrand Ísland

Sjöstrand er stofnað af fjölskyldu með ástríðu fyrir sjálfbærni, hönnun og – að sjálfsögðu – gómsætu kaffi. Innblástur fyrir grænni lífstíl með einfaldri, en jafnframt tímamóta nýsköpun.

  • Frí heimsending - ef pantað yfir 10.000 kr. | Skjót afgreiðsla - sent af stað innan 24 klst.

Um Sjöstrand

 

Hej Sjöstrand!

Sjöstrand er sænskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað af þeim Jenny og Niklas, í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Gefum þeim orðið.

„Það var kaffihylkjavél sem við fengum í jólagjöf sem var kveikjan. Við skiljum vel afhverju margir eru hrifnir af því að fá sér espresso í hylkjaformi – það er einfalt, fljótlegt og gott. Okkur leið þó aldrei vel með einnota hylki úr áli útfrá sjónarmiðum um sjálfbærni. Við tókum því málin í okkar hendur og grunnhugmyndin að Sjöstrand Coffee Concept fæddist.”

NÝIR TÍMAR

Tímalaus hönnun og sjálfbærni

Sjöstrand hefur náð að gjörbreyta viðhorfi til hylkjakaffis – frá ógn við umhverfið yfir í sjálfbæra og þægilega lausn fyrir heimilið. Sjöstrand vélarnar eru framleiddar úr ryðfríu stáli með góðan endingu sem lykilmarkmið. Kaffið er 100% lífrænt, Fair Trade vottað og skilur ekki eftir neitt kolefnisspor – því er síðan pakkað í hylki úr sterkju og plöntutrefjum, efnum sem brotna niður í náttúrunni og má henda með lífrænum úrgangi.

Kolefnisjöfnunin fer fram í gegnum samtökin Vi Skogen í Svíþjóð sem plantar trjám og berst gegn fátækt í þróunarlöndum.

Í stuttu máli:
Sjöstrand – náttúrulega betri bolli!

Sjöstrand á Íslandi

Lítið fjölskyldufyrirtæki

Sjöstrand kom til Íslands fyrir jólin árið 2017 og eftir gríðarlega góðar viðtökur frá fyrsta degi var ekki aftur snúið. Fyrirtækið er rekið af tveimur ungum kjarnafjölskyldum sem deila með sér verkum – félagarnir, Gunnar Steinn og Viktor Bjarki, sjá um daglegan rekstur og eiginkonurnar, Álfrún og Elísabet, taka að sér ýmis verkefni samhliða sinni vinnu.

Við kynntumst sænska kaffiframleiðandanum í heimalandinu Svíþjóð, enda mikið áhugafólk um kaffi og kaffidrykkju. Verandi líka áhugafólk um umhverfisvernd þótti okkur þetta sameina það tvennt einstaklega vel. Einfaldleikinn heillaði, bæði í útliti og virkni, sem og einstaklega bragðgott lífrænt kaffi.

Ef það vakna einhverjar spurningar eða þið viljið ræða málin yfir einum bolla – ekki hika við að hafa samband.

Sjöstrand á Íslandi
Hólmaslóð 4
101 Reykjavík

You're using an old browser

Old browsers only have partial support for new technology and doesn't give the website an honset chance to live up to its fully potential. You can easily download an other web browser that works better. Here is onyl a few modern browsers that works great!

Update my browser

I'd like to continue anyway