Fara á biðlista We will inform you when the product arrives in stock. Just leave your valid email address below.
Email We won't share your address with anybody else.

SJÖSTRAND PLANTAR TRJÁM Í FEBRÚAR

Sjöstrand kaffið er fyrsta hylkjakaffið í heiminum sem skilur eftir jákvætt umhverfisspor. Sjöstrand sér til þess að kolefnisfótspor, frá baun til bolla, sé bætt að fullu og rúmlega það. Þar að auki eru hylkin niðurbrjótanleg og innihalda 100% lífrænt kaffi.

Til að bæta fyrir kolefnisfótspor sem önnur starfsemi fyrirtækisins skilur eftir sig hefur Sjöstrand ákveðið að hefja átak við að planta trjám í febrúar. Sjöstrand mun því planta 5 trjám með hverri seldri Espressóvél og er það gert í samstarfi við sænsku samtökin Vi Agroforestry.

Samtökin hafa það að markmiði að berjast gegn bæði fátækt og loftslagsbreytingum með því að planta trjám í þróunarlöndum og veita íbúum og bændum m.a. menntun, upplýsingar og betra líf. Samtökin hafa þegar plantað yfir 120 milljónum trjáa og bætt lífsskilyrði hjá yfir 2,3 milljónum manna. Áherslan er því á bæði mannlega og umhverfislega sjálfbærni.

Vi Agroforesty standa fyrir fjölda verkefna sem miðast að því að bæta lífskjör í þróunarlöndum – hér má sjá konu frá Kenya segja frá sinni upplifun.

Lesa má meira um þau verkefni sem samtökin standa fyrir – HÉR.

//SJÖSTRAND