Fara á biðlista We will inform you when the product arrives in stock. Just leave your valid email address below.
Email We won't share your address with anybody else.

Sjöstrand tekur slaginn í átt að sjálfbærni

Sjöstrand kaffivélin er hönnuð með endingu í huga. Við viljum að hún passi inn á sem flestum stöðum og síst af öllu viljum við að fólk fái leið á henni.

Kaffihylkin

Sjöstrand kaffihylkin brotna niður með lífrænum úrgangi og er með hæstu vottun EN 13432. Hylkin eru gerð úr sterkju og plöntutrefjum og brotna niður á 180 dögum í því ferli sem notað er við endurvinnslu lífræns úrgangs. Það hentar því vel að flokka þau með öðru lífrænu heimilissorpi.

Þau innihalda engin bragð- eða aukaefni sem gefa kaffinu kremkenndari áferð (sem finna má í mörgum hylkjum frá öðrum framleiðendum), einungis lífrænt ræktað, ristað og malað kaffi.

Dæmi um tíma sem það tekur efni að brotna niður í náttúrunni:

  • Eplahýði: 2 mánuðir
  • Pappi: 6 mánuðir
  • Plastpoki: 1-20 ár
  • Ál: 200-500 ár
  • Plast: 400 ár

Sjöstrand bætir upp fyrir dreifingu á vörum sínum með því að vinna með félaginu Vi Skogen. Fyrirtækið styður þeirra verkefni sem gróðursetur tré í austur Afríku, svæði sem hefur farið illa þegar kemur að því að rífa upp skógarsvæði.

//SJÖSTRAND