Fara á biðlista We will inform you when the product arrives in stock. Just leave your valid email address below.
Email We won't share your address with anybody else.

Svona viðheldur þú þinni vél …

Sjöstrand Coffee Concepts hefur metnað fyrir því að hönnun vélarinnar sé tímalaus og endist lengi. Svo að þín kaffivél endist eins lengi og möguleiki er þá er mikilvægt að hugsa vel um hana. Hér eru nokkur góð ráð:

– Afkalkaðu vélina nokkrum sinnum á ári.

– Sjáðu til þess að draga upp handfangið eftir hvern bolla svo að hylkið fari niður í þar til gerða skúffu og sitji ekki eftir í vélinni.

– Tæmdu kaffihylkjaskúffuna og þrífðu hana reglulega.

– Rúllaðu vélinni (með handfangið niðri) í gegn með bara vatni einu sinni eða tvisvar á dag til að koma í veg fyrir að kaffikorgur sitji eftir í leiðslunum.

Factory settings: 

Það er auðveldlega hægt að gera þau mistök að breyta vatnsstillingum á vélinni. Til að endurstilla vélina með 40ml/80ml eða 100ml þá gerir þú eftirfarandi:
Slökktu á vélinni, haltu inni takkanum fyrir stóran bolla á sama tíma og þú kveikir aftur á vélinni. Slepptu svo takkanum fyrir stóran bolla.