Fara á biðlista We will inform you when the product arrives in stock. Just leave your valid email address below.
Email We won't share your address with anybody else.

Við kynnum 3 nýjar kaffitegundir

Við kynnum með stolti til leiks 3 nýjar kaffitegundir í Sjöstrand fjölskylduna. Möguleikarnir eru því orðnir 9 og ættu allir að geta fundið sitt uppáhald.

Tvær af nýju tegundum eru svokallaðar Single Origin kaffi, sem þýðir að það er gert af einni tegund kaffibauna á meðan flestar okkar tegundir eru blöndur af mismunandi baunum. Þá erum við að bæta við einni Lungo tegund sem hentar vel í stærri bolla – örlítið kröftugri sem svarar kalli okkar viðskiptavina.

Nýju hylkin innihalda að sjálfsögðu bara 100% lífrænt kaffi eins og öll hin. Þá eru hylkin endurvinnanleg heima fyrir, hægt að henda með garðúrgangi eða heimilissorpi þar sem þau eyðast upp á um 23 vikum.

Að lokum má ekki gleyma að hylkin okkar virka einnig í Nespresso vélar.

N°7 Ethiopian Sidamo Single Origin
Sidamo frá Eþíópíu með sterkum bragðtónum af dökkusúkkulaði og léttum tónum af sítrus og kirsuberjum.
Hentar fullkomlega sem espresso.

N°8 Lungo by Sjöstrand
Kraftmeiri Lungo bolli með ristuðum bragðtónum af dökku súkkulaði.
Góður kaffibolli – aðeins stærri en espresso.

N°9 Colombian Single Origin
Single Origin frá Kólumbíu með sterkum bragðtónum af karmellíseruðum sykri.
Hentar einstaklega vel sem espresso, cappuccino eða latte og því góður kostur fyrir þá sem vilja fjölbreytni í sína kaffidrykkju.

Fyrir ykkur sem kjósið mjólkur-kaffidrykki þá höfum við gleðifréttir að færa því flóarinn okkar er loksins kominn aftur á leger – HÉR.

//SJÖSTRAND