hero image

Hin fullkomna gjöf

Sjöstrand vörurnar eru hin fullkomna gjöf fyrir kaffiunnandann - og fagurkerann! 

Kaffivélin hentar fyrir alla og í öll rými. Hvort sem fólk drekkur kaffi, eða bara ekki, þá er lykilatriði að geta boðið upp á góðan bolla, hvort sem það sé á heimilinu eða í vinnunni. Að okkar mati getur góður bolli dimmu í dagsljós breytt - við þurfum það hér á landi amk yfir hörðustu vetrarmánuðina.

Minimalísk hönnun vélarinnar, og mjólkurflóarans, gleður fagurkerann þar sem fágað yfirbragð og útlit passar inn í hvaða rými sem er og stíl. Vélin er senuþjófur sem gerir kaffiupplifunina ennþá betri, enda einföld í notkun og skilar af sér bragðgóðum bolla.

Fimm ólíkar bragðtegundir og allir geta hellt sér upp á þann bolla sem þeir vilja.

Sjöstrand vörurnar eru gjöf sem heldur áfram að gefa! 

Quick shop