Algengar spurningar
Þegar stórt er spurt … erum við með svarið. Hér má finna svör við okkar algengustu spurningum.
Sú klassíska
Það er einfalt að stilla bollastærðina eftir þinni hentisemi. Einfaldlega haltu inni kaffihnappinum framan á vélinni þangað til að vatnsmagnið er eins og þú vilt hafa það. Minni vélarinnar heldur svo þessum stillingum framvegis.
Til að stilla tilbaka á upprunalegar stillingar þarf að gera eftirfarandi stillingaratriði (factory reset).
Það fer alveg eftir magninu á kalki í vatninu á svæðinu sem þú ert býrð. Að meðaltali þá mælum við með því að afkalka vélina tvisvar á ári. Fyrir þá sem eru búsettir á svæðum þar sem kalkmagnið er yfir meðaltali þá er æskilegt að gera það á þriggja mánaða fresti. Kíktu hingað til að sjá hvernig á að afkalka vélina.
Kveiktu á vélinni og fylltu vatnstankinn. Sveifin á að snúa upp og ýttu henni örlítil tilbaka þangað til að það heyrist hljóð. Leyfðu vatninu að rúlla einu sinni í gegnum vélina áður en hellt er upp á kaffi með því að ýta á litla eða stóra kaffihnappinn. Vélin hefur losað sig við allt loft úr leiðslum þegar vatn kemur úr stútnum. Hér er hægt að sjá ferlið.
Slökktu á vélinni. Ýttu á og haltu inni stærri kaffihnappinum og samtímis kveiktu á vélinni. Hér er hægt að sjá leiðbeiningar.
Okkur þykir mjög leiðinlegt að heyra að vélin þín sé ekki að virka sem skyldi. Vinsamlegast hafði samband við okkur í tölvupósti, kannski getum við hjálpað þér að koma henni í lag með leiðbeiningum. Ef það gengur ekki þá er vélin afhend á verkstæði okkar í verslun á Hólmaslóð 4. Oftast getum við gert við vélina á stuttum tíma.
Kaffið og kaffihylkin
Kaffihylki Sjöstrand eru gerð úr lífrænum efnum brotna niður í nátttúrunni, sterkju og plöntutrefjum, svo sem sykurreir.
Hylkin okkar passa í allar Sjöstrand kaffivélar og Nespresso vélar sem eru með klassíkum hylkjum. Vinsamlegast athugið að við getum hins vegar ekki tryggt útkomuna með öðrum vörumerkjum, þrátt fyrir að vera framleidd samkvæmt sömu stöðlum.
Öll Sjöstrand og Nespresso stöðluð hylki eiga að virka í okkar vél. Það þýðir að við höfum prófað vélina með þessum hylkjum. Sjöstrand vélin er þó hönnuð með það að markmiði að tryggja hámarks upplifun með Sjöstrand kaffihylkjum. Það ber einnig að nefna að það er komið mikið úrval kaffihylkja á markaði og ekki hægt að tryggja hámarksárangur með öllum tegundum og sum þeirra fara hreinlega ekki vel með vélina.
Þrátt fyrir að Sjöstrand vélin sé hönnuð með það í huga að hægt sé að nota hylki í sömu stærð og Nespresso þá getum við ekki tryggt að gæðin hjá öðrum vörumerkjum því bæði kaffið og mölun þess skiptir miklu máli þegar kemur að útkomunni.
Hylkin okkar eru gerð fyrir iðnaðarmoltu. Vinsamlegast kynntu þér flokkunarleiðbeiningar Sorpu hér.
Svarið er já, en það gerist hinsvegar einungis við kjöraðstæður. Þess vegna eru hylkin ekki gerð fyrir heimilismoltugerð. Iðnaðarmolta getur hinsvegar brotið niður hylkin á 12 vikum. Hér er hægt að lesa nánar um hylkin okkar.
Skilað og Skipt
Það er alveg sjálfsagt, það er alltaf velkomið að skila og skipta í verslun okkar á Hólmaslóð 4. Ef ekki hentar að koma í verslun þá er best að hafa samband við okkur varðandi sendingarmöguleika. Til að hægt sé að skila og skipta er mikilvægt að greiðlukvittun fylgi ásamt því að vörur séu í upprunalegu ástandi og ónotaðar.
Kaupandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum og eftir að varan er móttekin, er gengið frá endurgreiðslu. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og kaupandi greiðir sendingargjald þegar vöru er skilað. Ef pakki er ekki sóttur á pósthús áskilur seljandi sér rétt til að halda eftir kostnaði við sendingar.
Frá og með deginum sem við tökum á móti vörunni getur það tekið okkur allt að 7 daga að endurgreiða. Vinsamlegast hafði samband við okkur ef þú hefur ekkert heyrt eftir þann tíma.
Það fer eftir hvar í ferlinu vörupöntunin er stödd. Vinsamlegast hafðu samband við okkur beint til að kanna málið.
Sendingar
Allar pantanir eru settar í útkeyrslu innan 24 tíma frá pöntun. Fyrirtækið Dropp sér um dreifingu á Sjöstrand pöntunum. Þá er einnig mögulegt að sækja allar pantanir á opnunartímum í verslun okkar að Hólmaslóð 4
Enginn sendingarkostnaður greiðist ef pöntunarvirði er yfir 10.000 kr. Fyrir pöntunarvirði undir 10.000 kr. er rukkaður sanngjarn sendingarkostnaður, 590 fyrir Dropp og 990 fyrir heimsendingu.
Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á að gefa upp rétt póstfang eða að vera með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Tilkynningar um sendingar berast með sms og því mikilvægt að gefa upp rétt símanúmer með pöntun. Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna.
Greiðslur
Kaupandi getur greitt með kreditkorti eða debetkorti. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Salt Pay. Einnig er boðið upp á greiðslu í gegnum Netgíró, Síminn Pay og Aur appið.
insamlegast ýttu á körfuna þína og haltu áfram í ljúka pöntun, til vinstri má sjá samantekt yfir kaupin og þar fyrir neðan er að finna autt box fyrir afsláttarkóðann. Fylltu inn kóðann og ýttu á hnappinn fyrir hliðin á. Þá ætti heildarupphæðin að uppfærast. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að nýta tvo afsláttarkóða samtímis.
Kaffiáskrift
Til að hefja áskrift þarf einfaldlega að smella á Kaffiáskrift efst á síðu. Þar setur þú saman þína áskrift, velur tíðni sendinga og afhendingarmáta. Sömu skilyrði gilda um sendingu, hún er án endurgjalds ef virði áskriftar er yfir 10.000 kr.
Til að stöðva áskrift eða setja í pásu skráir þú þig inn á “Mín áskrift” og framkvæmir þá aðgerð sem hentar. Þú getur einnig sent okkur tölvupóst á netfangið sjostrand@sjostrand.is og biður um stöðvun eða pásu á áskrift.
Enginn binditími er á kaffiáskrift og ekkert smátt letur, þú stýrir ferðinni og hægt er að pása, breyta eða stöðva áskrift hvenær sem er.
Hægt er að stilla, breyta og bæta áskriftinni inn undir "Mín áskrift" á vefsíðunni undir stillingar.