Kaffið okkar hero image

Kaffið okkar

Hágæða Arabica kaffibaunir

Sjöstrand er stolt af því að bjóða upp á sérmalað kaffi sem er meira en bara bragðgóður bolli. Kaffihylkin okkar er fyllt af sérmöluðu Arabica kaffibaunum frá kaffibúgörðum í Hondúras, Perú, Kólumbíu, Mexíkó og Indónesíu. Baunirnar eru lífrænt ræktaðar, Fairtrade vottaðar og skilja eftir sig hlutlaust kolefnisspor sem skilar sér í hágæða umhverfisvænu kaffi. Kaffihylkin okkar eru úr plöntutrefjum og brotna niður í náttúrunni.

KAFFIHYLKI ÚR KAFFI
split-banner image
split-banner image

KAFFIHYLKI ÚR KAFFI

Sjöstrand kynnir brautryðjandi nýjung á hylkjamarkaði. Nýju hylkin eru niðurbrjótanleg og gerð úr náttúrulegri hliðarafurð kaffiristunarferlisins, sem gerir þau að vistvænasta valkostinum á markaðnum í dag.

Hylkin eru unnin úr hismi (e. chaff) - léttu hýði sem losnar af kaffibaunum við ristun. Með því að nýta þetta úrgangsefni í stað nýrra hráefna, eins og áls eða plasts, er stigið mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og minni sóun auðlinda.

Frá upphafi hefur markmið Sjöstrand verið að bjóða upp á vistvænan kost á hylkjamarkaði. Við erum því afar stolt af því að geta boðið uppá þennan valkost, kaffihylki gerð úr kaffi.

Hylkjum má henda með lífrænum úrgangi, en ef það er ekki í boði má setja þau í almennt sorp.

Hágæða kaffi með einkunn uppá 82+ sem skilar kaffinu í svokallaðan "speciality coffee" flokk.

Kynntu þér kaffitegundirnar okkar

Prufaðu kaffið okkar