KAFFIBOLLAR hero image

KAFFIBOLLAR

Úrval af fallegum bollum - allt frá sérhönnuðum og handrenndum bollum fyrir heimilið í samvinnu við KER, til úrvals farbolla frá vörumerkjunum Huskee og Kinto.

SJÖSTRAND X KER

Í samvinnu við keramik listakonuna Guðbjörgu Káradóttur hjá KER hönnuðum við hinn fullkomna Sjöstrand bolla, sem hentar bæði fyrir lungo og epsresso. Guðbjörg handrenndi alla bollana og því er hver og einn einstakur og með eigin karakter. Bollarnir eru til í hvítu og svörtu, rúma um 150 ml og staflast auðveldlega hver á annan.
split-banner image
split-banner image

HUSKEE

Fallegir farbollar sem nota má jafnt á ferðinni sem og heima fyrir, einnig einstaklega hentugir fyrirtækjabollar. Huskee bollinn er framleiddur úr hýðinu af kaffibaunum, hráefni sem annars endar sem úrgangur við kaffiframleiðslu, bollinn er því einstaklega umhverfisvænn kostur. Bollarnir koma í 5 stærðum sem allar eru fáanlegar bæði í ljósu og dökku og hafa þann kost að sama lokið passar á allar stærðir og hægt er að stafla saman mismunandi stærðum.

KINTO

Japanska merkið hefur náð hinni fullkomnu blöndu af fagurfræði og notagildi í Kinto ferðamálunum. Ferðamálin eru einstaklega falleg, halda hita eða kulda í allt að 6 klst. og eru einföld bæði í notkun og þrifum. Vörunar koma í tveim stærðum og 5 fallegum litum.
split-banner image