Uppsetning véla og viðhald
Ertu með spurningu varðandi uppsetningu, viðhald eða vandamál? Hér finnur þú svörin.
Sú klassíska
HVERNIG SET ÉG UPP VÉLINA?
- Stingdu rafmagnsnúrunni í samband.
- Fylltu vatnstankinn af köldu vatni.
- Settu dropaskúffuna í rétta hæð fyrir bollann. Það er hægt að taka dropaskúffuna af og láta bollann beint á borðið, sé þörf á.
- Kveiktu á vélinni með því að ýta takkanum framan á upp. Báðir kaffitakkanir framaná byrja þá að blikka, sem gefur í skyn að vélin sé að hita sig.
- Kaffivélin er tilbúin til notkunar þegar ljósin hætta að blikka.
- Láttu renna 4-6 bolla af vatni áður en hellt er upp á fyrsta kaffibollann.
HVERNIG HLEYPI ÉG VATNI INNÁ VÉLINA?
Þegar vélin er nýkomin úr kassanum er ekkert vatn í leiðslunum og gæti því þurft að aflofta þær til að hleypa vatni inn. Það sést með því að ekkert vatn kemur úr stútnum þrátt fyrir að vatnstankurinn sé fullur og hærra hljóð en venjulega gæti borist frá vélinni.
Hér eru leiðbeiningar til aflofta leiðslur:
- Kveiktu á vélinni.
- Fylltu vatnstankinn.
- Láttu sveifina snúa upp í loft og ýttu henni örlítil tilbaka þangað til að það heyrist hljóð.
- Leyfðu vatninu að rúlla einu sinni í gegnum vélina áður en hellt er upp á kaffi með því að ýta á litla eða stóra kaffihnappinn. Vélin hefur losað sig við allt loft þegar vatn kemur úr stútnum. Hér er hægt að sjá ferlið.
REGLULEG SKOLUN
TIL AÐ HREINSA ÓHREININDI OG HITA UPP KAFFIVÉL
Það er góður vani að byrja á að hella uppá einn bolla af vatni. Það skolar óhreinindi úr vél og það vatn sem er í leiðslum, á sama tíma og það hitar upp alla hluta vélarinnar.
Þetta er einfaldlega gert með því að setja sveifina niður án hylkis og smella á stóra bollann.
AFKÖLKUN
TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR KALKMYNDUN OG STÍFLU
Afkölkun er besta leiðin til að viðhalda vélinni og sjá til þess að hún hellti ávallt upp á gæðabolla. Sé það ekki gert reglulega getur það leitt til ýmissa vandamála. Til dæmis getur vélin farið að leka þar sem vatnið kemst ekki sínar leiðir í gegnum leiðslurnar. Hversu oft fer alveg eftir magninu á kalki í vatninu á svæðinu sem þú býrð á. Að meðaltali mælum við með afkölkun að minnsta kosti tvisvar á ári. Fyrir þá sem búsettir eru á svæðum þar sem kalkmagnið er yfir meðaltali þá er æskilegt að gera það á þriggja mánaða fresti. Kíktu hingað til að sjá hvernig á að afkalka vélina.
Afkölkunarferli:
- Vatnstankurinn þarf að vera með að minnsta kosti 0,5 lítra af vatni.
- Hylkjahólfið skal vera tómt.
- Hylkjakarfan og dropaskúffan eru tóm.
- Láttu vatn renna í gegnum vélina, án hylkis.
- Bætti afkölkunarefni við vatnstankinn.
- Settu ílát undir stútinn.
- Haltu báðum kaffihnöppunum inni í 2 sekúndur.
- Láttu afkölkunarvökvann renna í gegnum vélina í annað sinn.
- Fylltu vatnstankinn með nýju vatni.
- Láttu 6 - 8 bolla af vatni renna í gegnum vélina til að sjá til þess að ekkert sé eftir í leiðslunum.
HVERSU OFT ÞARF AÐ AFKALKA VÉLINA?
Við mælum með því að framkvæma afkölkun 2 sinnum á ári.
LOFTUN
VÉLIN UNDIRBÚIN FYRIR GEYMSLU EÐA FLUTNINGA
Ef þú ert að flytja vélina eða setja hana í geymslu í lengri tíma, mælum við með því að lofta hana. Það þýðir að sjá til þess að ekkert vatn sé í leiðslunum til að koma í veg fyrir leka eða frost.
- Kveiktu á vélinni.
- Settu sveifina niður (með engu hylki í).
- Ýttu á annan hvorn kaffihnappinn.
- Um leið og vatnið fer að leka í gegnum vélina skaltu fjarlægja vatnstankinn.
Þegar vatnið hættir að leka er ekkert vatn eftir í leiðslum.
AFLOFTUN
ÞEGAR VÉLIN ER NÝ, HEFUR EKKI VERIÐ NOTUÐ Í LENGRI TÍMA EÐA ÞEGAR VATNIÐ KLÁRAST Í MIÐRI UPPÁHELLINGU
Þegar vélin er nýkomin úr kassanum er ekkert vatn í leiðslunum og gæti því þurft að aflofta þær til að hleypa vatni inn. Það sést með því að ekkert vatn kemur úr stútnum þrátt fyrir að vatnstankurinn sé fullur og hærra hljóð en venjulega gæti borist frá vélinni.
Leiðbeiningar fyrir loftræstingu
- Kveiktu á vélinni.
- Fylltu vatnstankinn.
- Láttu sveifina snúa upp í loft og ýttu henni örlítil tilbaka þangað til að það heyrist hljóð.
- Leyfðu vatninu að rúlla einu sinni í gegnum vélina áður en hellt er upp á kaffi með því að ýta á litla eða stóra kaffihnappinn. Vélin hefur losað sig við allt loft þegar vatn kemur úr stútnum. Hér er hægt að sjá ferlið.
HREINSUN
TIL AÐ FJARLÆGJA BLETTI OG ÓHREININDI
Notaðu volgan klút með mildu hreinsiefni til að fjarlægja fitubletti og fingraför frá yfirborði vélarinnar. Hreinsaðu og tæmdu hylkjahólfið og dropabakka reglulega til að koma í veg fyrir myglu og vonda lykt. Tæmdu og hreinsaðu vatnstankinn reglulega með örtrefjaklút og mildu hreinsiefni (t.d uppþvottalög)
ÞAÐ KVIKNAR EKKI Á LJÓSUNUM
- Vélin er komin í orkuspörun, en það gerist þegar vél er ekki notuð í 20 mínútur
- Slökktu og kveiktu aftur á vélinni
- Athugaðu hvort að snúran undir vélinni sé ekki örugglega tengd almennilega
LJÓSIN BLIKKA ÓREGLULEGA
- Vertu viss um að þetta sé ekki vélin að biðja um afkölkun. Ef það er raunin þá er kjörið að afkalka hana.
- Athugaðu stöðu á vatnstanki. Ef hann er tómur þá skaltu fylla hann.
ÞAÐ KEMUR LÍTIÐ MAGN AF KAFFI/VATNI ÚR VÉLINNI
- Athugaðu stöðu á vatnstanki. Ef hann er tómur þá skaltu fylla hann.
- Prufaðu að setja handfang niður án hylkis og smalla á stóran bolla, hella þannig uppá bolla af vatni.
- Vertu viss um að ekki sé búið að breyta stillingum (getur gerst óvart). Stilltu aftur á upprunalegar stillingar til að vera viss. Það er gert með því að slökkva á vél, halda inni takka fyrir stóran bolla og kveikja aftur á vél samtímis. Sleppa síðan takk.
KAFFIÐ ER EKKI NÓGU HEITT
- Gott er að hita bolla með heitu vatni áður en hellt er uppá.
- Hella uppá einn bolla af vatni þegar kveikt er á vél, hita þannig upp alla hluta vélar.
- Framkvæma afkölkun ef það er kominn tími á það.
- Vélin bruggar kaffi með hitastig í kringum 93°C, sem er kjörið fyrir espresso. Hitastigið þegar kaffið skilar sér í bollann ætti síðan að vera nálægt 80°C.
ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ SETJA SVEIFINA ALVEG NIÐUR
- Tæmdu hylkjahólfið
- Vertu viss um að hylki sitji ekki fast í vélinni
VATN LEKUR Í HYLKJAHÓL
- Athugaðu hvort að vatnstankur sitji ekki rétt í vél
- Vertu viss um að þú sért að nota annað hvort Sjöstrand hylki eða Nespresso® Original stöðluð hylki
- Vertu viss um að svarti hringurinn sem tekur á móti hylkinu inní vélinni sé hreinn og ekki blokkeraður. Hann er rifflaður og sér til þess að hylki opnist þegar kaffi er bruggað. Þú getur notað mjóan bursta til að hreinsa óhreindi af þessum filter/platta.
- Prufaðu að hella uppá 2-3 bolla af vatni og sjáðu hvort óhreinindi/stífla losni.
- Afkalkaðu vélina
- Ef ekkert af þessu virkar skaltu koma með vélina í viðgerð í verslun okkar á Hólmaslóð 4.
NO COFFEE COMES OUT, ONLY WATER
- Make sure an unused capsule is placed in the coffee capsule inlet.
- Make sure that the capsule you are using is compatible with the machine.
- Make sure that the capsule inlet lever is fully pulled down and engaged.
KAFFIHYLKI SITUR FAST Í VÉLINNI
- Taktu sveifina upp, smelltu á stóran eða lítinn bolla og leyfðu vatnsþrýstingi að ýta hylkinu út.
- Um leið og hylki losnar, slökktu þá á vélinni til að koma í veg fyrir að vatn spýtist úr vél.
- Ef hylki er uppþornað og situr fast er gott að hella á það vatni til að mýkja það.
UPPRUNALEGAR STILLINGAR (FACTORY RESET)
- Slökktu á vélinni
- Haltu inni takkanum fyrir stóran bolla og kveiktu samtímis aftur á vélinni. Slepptu takkanum síðan og þá eru upprunalegar stillingar komnar á.
Þú finnur bæklinginn á öllum tungumálum hér.
Öryggisupplýsingar finnur þú hér.
Mjólkurflóarinn
- Veldu þann þeytara sem hentar þér og settu á botn flóarans. Með gormi til að freyða mjólk eða án gorms fyrir heita mjólk án froðu. Annar þeytarinn er á botninum og hinn í lokinu.
- Heltu mjólk í flóara, upp að mörkum. Athugið að það eru lægri mörk fyrir freydda mjólk en heita án froðu.
- Smelltu á takkann og leyfðu flóaranum að sjá um verkið þar til ljósið blikkar og mjólkin er tilbúin í kaffið.
Fjarlægðu könnuna frá rafmangsplatta áður en flóari er þrifinn. Gott er að aðskilja sílikon hring frá loki flóarans. Aldrei láta könnu eða rafmagnsplatta liggja í vatni og ekki er leyfilegt að setja flóara í uppþvottavél.
KANNA
Að innan: Best er að þrífa strax eftir hverja notkun. Skolaðu og hreinsaðu könnuna að innan með heitu sápuvatni og fínni tusku. Þurrkaðu síðan með viskastykki. Aldrei nota sterk hreinsiefni, grófa bursta eða álbursta, það getur valdið rispum á áferð inní könnu og flóun skilar ekki tilskyldum árangri.
LOKIÐ
Gott er að aðskilja sílikon hring frá loki flóarans og þrífa báða hluta, setja síðan hring aftur á lok.
ÞEYTARAR
Fjarlægið þeytara úr könnu, þrífið með heitu vatni. Þurkkið og geymið að öruggum stað. Við mælum með því að geyma þeytara í flóara, annan í botni á könnu og hinn í loki.
Ljós virkar ekki
Ástæða
- Flóarinn er ekki almennilega í sambandi
- Kanna er ekki réttilega á platta
- Enginn straumur frá innstungu
Lausn
- Settu aftur í samband
- Lagaðu könnu á platta og vertu viss um að hún sitji rétt
- Athugaðu virkni innstungu
Flóarinn hættir um leið og hann er settur í gang
Ástæða
Hitinn á könnu er of hár.
Lausn
Skolaðu könnuna undir köldu vatni til að kæla hana og reyndu síðan aftur.
Mótorinn virkar ekki
Ástæða
Kannan hefur ekki verið vel þrifin fljótlega eftir notkun. Mjólk getur skemmt virkni og læst mótor.
Lausn
Þrífðu könnuna og reyndu að hreyfa við festingu fyrir þeytara með höndinni til að losa og virkja mótor.
Brunalykt
Ástæða
- Annað hvort of lítið eða of mikið af mjólk í flóara
- Flóari notaður aftur án þess að þrífa eftir fyrri notkun
Lausn
- Settu rétt magn af mjólk í flóara, miðað við merkingar inní könnu.
- Þrífa skal könnu strax eftir notkun
Mjólk í flóara
Til að mjólkin freyði er best að nota feitari mjólk. G-mjólk er ákjósanleg og ef notuð er jurtamjólk þá þarf að velja svokallaðar "barista" útgáfu af henni.
Þið finnið bæði kynningarbækling og öryggisupplýsingar hér.