Ábyrgð
Ánægja þín er í forgangi hjá okkur. Ef, af einhverjum ástæðum, vörur okkar eða þjónusta bregðast ekki hika við að hafa samband við okkur og við göngum strax í málið.
Vélarnar okkar eru byggðar á þann hátt að auðvelt er að lagfæra eða skipta um íhluti í þeim. Þeim fylgir ávallt 2 ára ábyrgð og eftir ábyrgðartímabil þá þjónustum við að sjálfsögðu vélarnar, gegn vægu gjaldi, og sjáum til þess að þær virki vel um ókomin ár. Til þess að hámark virkni og líftíma er gott að fara vel yfir leiðbeiningar um viðhald og umhirðu - hér.
Við hvetjum þig til að skrá vélar þínar í gegnum ábyrgðarskráningu hér á síðunni. Það auðveldar okkur að þjónusta vélar og heldur utan um þínar upplýsingar og staðfestingu á kaupum.
Skráðu vöru í ábyrgð - hér.
Já, allar okkar vörur eru með tveggja ára ábyrgð. Að því tímabili loknu þá bjóðum við upp á þjónustu og viðgerðir gegn vægu gjaldi.
Til þess að krafan sé gild það bilun eða galli vera á vörunni við kaup. Sjöstrand ber ekki ábyrgð á vandræðum sem koma upp eftir kaup eða eru afleiðing af notkun eða umhirðu.
Við viljum alltaf vinna að því að takmarka sóun og því reynum við alltaf að laga vörur áður en við skiptum út. Lausnirnar miðast að hverju máli fyrir sig og fer eftir tegund viðgerðar og aldri vörunnar. Hér er hinsvegar ferlið í stuttu máli:
1. Viðgerð
2. Skipti
3. Endurgreiðsla
Hafðu samband við okkur hér á síðunni eða kíktu í verslun okkar á Hólmaslóð 4. Vinsamlegast hafðu serial númer vörunnar og kaupdagsetningu. Ef varan er ekki keypt í gegnum okkar hafðu kvittun meðfylgjandi.
Já, við hverjum þig til að lengja líftíma vélarinnar eins lengi og mögulegt er. Eftir að ábyrgðartímabili lýkur stöndum við enn fyrir viðgerð og þjónusta hjá okkur gegn vægu gjaldi. Varahlutir eru án endurgjalds og því aðeins greitt fyrir vinnutíma, hámarksupphæð er 5.990 kr.
Serial númer (undir vél) og kaupdagsetningu, ef varan er keypt hjá okkur. Ef ekki þá þarf kvittun fyrir kaupum að vera meðfylgjandi.