Sjöstrand verkstæði: endurnýjun og viðgerðir með sjálfbærni að leiðarlósi
Í verslun okkar starfrækjum við verkstæði þar sem boðið er uppá viðhald og viðgerðir á Sjöstrand espressovélum. Þetta er mikilvægur liður í okkar sjálfbærni stefnu, en í dag er það orðið alltof algengt að raftækjum sé skipt út um leið og þau bila. Við viljum breyta þessu viðhorfi, oft er það bara einn lítill íhlutur sem ekki virkar sem skyldi og því er að sjálfsögðu réttast að skipta aðeins út þessum eina hlut.
Sjöstrand vélin er byggð upp á þann hátt að einfalt er að skipta út öllum íhlutum. Viðgerðir kosta að sjálfsögðu ekkert á meðan vélar eru í ábyrgð og að henni lokinni bjóðum við uppá viðgerð gegn vægu gjaldi og ekkert er rukkað fyrir varahluti.
Þær vélar sem við náum einhverra hluta vegna ekki að gera við í fljótu bragði verða síðan Vintage vélar, ef sérfræðingar okkar telja hana uppfylla allar kröfur. Ef vélarnar komast ekki í gegnum þann niðurskurð þá fjarlægjum við þá íhluti sem nýtast okkur í viðgerðir - þannig hámörkum við nýtingu á öllum Sjöstrand kaffivélum.