Algengar spurningar um áskrift
Það er sáraeinfalt, þú smellir á Skrá í áskrift og þar setur þú saman þina kaffiáskrift. Þú velur þínar uppáhalds kaffitegundir, tíðni sendinga og afhendingarmáta. Þú klárar síðan greiðsluna á öruggri greiðslusíðu Repeat, samstarfsaðila okkar. Athugið að aðeins er hægt að greiða með greiðslukorti í áskrift. Áskriftin endurnýjast svo sjálfkrafa þar til þú segir henni upp eða setur á pásu.
Það er einfalt að breyta áskrift, þú smellir einfaldlega á "Mínar síður" efst á síðu og smella síðan á "Sýsla með áskriftir". Þar skrifar þú inn netfang og færð senda slóð til að komast inná þitt svæði. Þú getur einnig sent okkur línu á sjostrand@sjostrand.is og við sjáum um að laga til áskrift fyrir þig.
Athugaðu að passa að smella á undir "Sýsla með áskriftir" - ekki skrá þig inn á "Mínar síður".
Nei - því miður er ekki hægt að kaupa kaffi í áskrift á sama tíma og þú kaupir aðrar vörur í eitt skipti. Ef þú hefur t.d. áhuga á að kaupa kaffivél líka þá þarf að gera það í tveimur mismunandi pöntunum.
Það er aðeins hægt að greiða með greiðslukorti þegar kaffi er sett í áskrift. Það er gert í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Repeat, samstarfsaðila okkar.
Það er mjög auðvelt að eiga við áskriftina. Þú skráir þig einfaldlega inn undir "Sýsla með áskriftir" og þar getur þú stýrt þinni áskrift - breytt, bætt, pásað eða hætt. Ef þú pásar eða hættir þá tekur það gildi samstundis.
Þú getur líka sent okkur tölvupóst á sjostrand@sjostrand.is og við sjáum um þetta fyrir þig.
Þegar þú skráir þig í áskrift þá greiðir þú nákvæmlega eins og alltaf þegar vörur eru pantaðar á síðunni. Þú velur síðan tíðni sendinga og eftir nákvæmlega þann tíma þá rukkum við aftur greiðslukort þitt og sendum þér þína kaffisendingu. Þetta er síðan endurtekið þar til áskrift er sett á pásu eða hætt.
Sumir afsláttarkóðar virka fyrir kaffiáskrift, hann gildir þá á upprunalegri pöntun en ekki þeim sem fylgja í kjölfarið. Mundu líka að þú færð alltaf fastan 10% afslátt í áskrift.
Það gilda sömu reglur um kaffiáskrift og aðrar pantanir, ef virði pöntunar/áskriftar fer yfir 10.000 kr. þá er hún frí.
Algengasta pöntun í áskrift eru tveir 100 hylkja pakkar (frí sending), síðan er valin hentug tíðni fyrir sendingar af 200 hylkjum.
Ef ekki er innistæða á korti þegar við rukkum fyrir áskrift, eða korti verður hafnað að einhverri ástæðu, þá reynum við einu sinni á dag í nokkra daga. Ef það gengur ekki fáið þið sms varðandi málið.
Athugið að við munum aldrei ganga á eftir greiðslum, það versta sem getur gerst er að kaffisendingin berst ekki, en við sendum ekki pantanir af stað fyrr en greiðsla hefur borist.
Við bjóðum fastan 10% afslátt af kaffi í áskrift, auk þess sem þú sleppur algjörlega við að eyða tíma eða orku í að panta reglulega kaffi.