Sjálfbærni
Fairtrade vottað kaffi
Við erum í samstarfi við þekkta kaffibrennslu sem hefur verið að fullkomna ristunaraðferðir sínar í yfir 143 ár. Ástríða þeirra fyrir gæðum og sjálfbærni hefur leitt þau til að fjárfesta í tækni sem bæði sparar rafmagn og veitir nýskapandi aðferðir í endurvinnslu á kaffikorgi. Baunirnar eru lífrænt ræktaðar, Fairtrade vottaðar auk þess sem kaffihylkin eru gerð úr plöntutrefjum og brotna niður í náttúrunni.
Viðgerðarvænar vélar
Hjá Sjöstrand erum við staðráðin í að hanna hina fullkomnu kaffihylkjavél sem stuðlar að umhverfisvænni heimi. Ef eitthvað er að vélinni sem ekki er hægt að gera við samstundis, tökum við við vélinni á verkstæðinu okkar þar sem sérfræðinar sjá til þess að vélin komist aftur í toppstand og hægt sé að hella upp á kaffi um ókomin ár.