Sjöstrand kynnir með stolti nýjung sem margir hafa beðið eftir  … hin klassíska og margrómaða kaffivél er nú mætt til leiks í svörtum lit.

Þessi nýjasta viðbót Sjöstrand fjölskyldunnar endurspeglar ekki einungis skandinavíska hönnun heldur líka ákveðan fágun og stílinn sem viðskiptavinir okkar hafa lært að meta í gegnum tíðina. Svarta kaffivélin er eingöngu fáanleg hér á heimasíðu okkar sem og í verslunum Epal.

„Við erum Íslendingum gríðarlega þakklát fyrir góðar viðtökur á vörunum okkar í gegnum árin og erum glöð að geta loksins boðið upp á vélina okkar í svörtu, enda hafa komið inn ófáar fyrirspurnir um þennan uppáhaldslit landans. Við höldum ótrauð áfram í okkar umhverfisvænu vegferð sem einfaldar hversdaginn fyrir kaffidrykkjufólk “

Gunnar Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi Sjöstrand á Íslandi

NÚ ER ÞAÐ SVART - OG MATT!

Sjöstrand kaffivélin í svörtu passar vel við hugsjón Sjöstrand þar sem óaðfinnanleg hönnun fléttast saman við góða virkni og klassík sem passar vel inn í hvaða rými sem er. Innvols vélanna er það sama, byggðar upp með gæðakerfi sem tryggir fullkomið hitastig og nákvæma vatnsnotkun þar sem útkoman er bragðgóður bolli. 

Til að fullkomna kaffihornið erum við ánægð að kynna einnig til sögunnar mjólkurflóarann vinsæla í svörtum lit. Með honum er hægt að bjóða upp á cappuccino, latte og heitt súkkulaði í eldhúsinu heima.