Fyrirtækjalausnir
Er ekki kominn kaffitími?
Sjöstrand býður upp á umhverfisvænan valmöguleika fyrir fyrirtæki, hótel og aðra vinnustaði. Með því að sameina einfaldleika, hreinlæti og sjálfbærni í bragðgóðum bolla er Sjöstrand kjörinn kostur fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.
Grunnhugmyndin á bakvið Sjöstrand er að bjóða uppá vörur í klassískri hönnun sem standast tímans tönn og passa í hvaða rými sem er. Sjöstrand kaffihylkin innihalda 100 prósent lífrænt ræktað og Fairtrade vottað kaffi, hylkin brotna niður í náttúrunni og kolefnisspor er bætt að fullu (og rúmlega það), allt frá baun í bolla.
Frítt kaffi í eina viku - prufaðu Sjöstrand vél á þínum vinnustað
HAFA SAMBAND
Segðu stuttlega frá kaffiþörfum þíns fyrirtækis/vinnustaðar – við höfum samband eins fljótt og auðið er. Fylltu út formið hér að neðan eða sendu okkur línu á sjostrand@sjostrand.is.
MEÐMÆLI
“Við hjá 66°Norður erum mjög ánægð með fyrirtækjaþjónustu Sjöstrand.Kaffið er 100% lífrænt og umbúðir umhverfisvænar sem okkur finnst mikilvægt og í takt við gildi fyrirtækisins og stefnu í umhverfismálum. Þegar við völdum kaffi og kaffivél var horft í gæði og uppruna. Sjöstrand hefur allan pakkann!”
“Eitt af því sem Hótel Geysir lagði mikla áherslu á þegar við byggðum nýja hótelið var að velja eftir fremsta megni umhverfisvæna kosti. Við erum einstaklega stolt af því að bjóða upp á Sjöstrand kaffi og kaffivélar á öllum herbergjunum okkar þar sem hylkin brotna niður í náttúrunni og flokkast með lífrænum úrgangi. Hefur það vakið mikla athygli meðal gesta okkar sem vilja einnig eignast Sjöstrand kaffivél enda erum við öll nú til dags orðin mjög meðvituð um umhverfisspor okkar. Í gestaumsögnum um hótelið er einnig iðulega minnst á hversu einstaklega bragðgott kaffið er enda fátt betra að byrja daginn á góðum bolla”– Elín Svafa Thoroddsen, eigandi Hótel Geysis