Fyrirtækjalausnir

Er ekki kominn kaffitími?

Sjöstrand býður upp á umhverfisvænan valmöguleika fyrir fyrirtæki, hótel og aðra vinnustaði. Með því að sameina einfaldleika, hreinlæti og sjálfbærni í bragðgóðum bolla er Sjöstrand kjörinn kostur fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Grunnhugmyndin á bakvið Sjöstrand er að bjóða uppá vörur í klassískri hönnun sem standast tímans tönn og passa í hvaða rými sem er. Sjöstrand kaffihylkin innihalda 100 prósent lífrænt ræktað og Fairtrade vottað kaffi, hylkin brotna niður í náttúrunni og kolefnisspor er bætt að fullu (og rúmlega það), allt frá baun í bolla.

split-banner image

KAFFIHYLKI Á VINNUSTAÐ?

Það eru ýmsir kostir sem fylgja því að bjóða uppá kaffihylki á vinnustöðum.
Helst ber að nefna hreinlæti og viðhald, hylkjavélarnar halda viðhaldskostnaði í algjöru lágmarki á meðan hreinlæti er í hámarki. Sjöstrand býður uppá 5 mismunandi kaffitegundir og geta allir starfsmenn drukkið sitt uppáhald úr einni og sömu vélinni. Vélarnar eru einfaldar í notkun, hraðvirkar og hljóðlátar. Hylkjakaffið helst alltaf ferskt, sem er mikill kostur miðað við kaffi á öðru formi, og hægt er að gera ráð fyrir fullri nýtingu á kaffikaupum.

Frítt kaffi í eina viku - prufaðu Sjöstrand vél á þínum vinnustað

HAFA SAMBAND

Segðu stuttlega frá kaffiþörfum þíns fyrirtækis/vinnustaðar – við höfum samband eins fljótt og auðið er. Fylltu út formið hér að neðan eða sendu okkur línu á sjostrand@sjostrand.is.

Ánægðir viðskiptavinir

MEÐMÆLI