Sending og afhending
Allar pantanir eru settar í útkeyrslu innan 24 tíma frá pöntun. Fyrirtækið Dropp sér um dreifingu á Sjöstrand pöntunum. Þá er einnig mögulegt að sækja allar pantanir á opnunartímum í verslun okkar í Borgartúni 24b.
Enginn sendingarkostnaður greiðist ef pöntunarvirði er yfir 10.000 kr. Fyrir pöntunarvirði undir 10.000 kr. er rukkaður sanngjarn sendingarkostnaður, 590 kr. fyrir Dropp og 990 kr. fyrir heimsendingu.
Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á að gefa upp rétt póstfang eða að vera með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Tilkynningar um sendingar berast með sms og því mikilvægt að gefa upp rétt símanúmer við pöntun. Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna.