TÍMALAUS KLASSÍK
Grunnhugmyndin á bakvið Sjöstrand er að selja vörur með klassíska hönnun sem stenst tímans tönn. Kaffihylki okkar innihalda 100 prósent lífræntr ræktað kaffi, þau brotna niður í náttúrunni og skilja eftir jákvætt umhverfisspor.
Sjöstrand er sænskt fyrirtæki, stofnað í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Þrátt fyrir að vörurnar seljist nú út um allan heim þá leggjum við okkar hjarta í merkið, innblásturinn kemur frá náttúrunni, nálægðinni við stórborgina og ástríðunni fyrir kaffi.

Á PÖNTUNUM YFIR 10.000 KR.
VÖRURNAR ERU KOMNAR Í PÓST INNAN 24 KLST.
VIÐ KAUP Á ESPRESSOVÉL
HÖNNUNIN
Espressovélin frá Sjöstrand og mjólkurflóarinn eru klassísk sænsk hönnun, úr ryðfríu stáli. Þessi tímalausa hönnun og gæði varanna eru gerð með það í huga að vélarnar dugi lengi og passi inn í ólíkar aðstæður.
Lykilorðin á bakvið Sjöstrand eru ending, virkni og bragð. Vörurnar eru einfaldar í notkun - með einu einföldu handtaki færðu espresso, alveg eins og þú vilt hafa hann.


KAFFIHYLKIN
Umhverfisvænu hylkin frá Sjöstrand eru þau fyrstu sinnar tegundar heiminum og taka sjálfbærni skrefinu lengra.
Hylkin eru gerð úr plöntutrefjum og sterkjum, brotna niður í náttúrunni og má henda með lífrænum úrgangi. Sjöstrand sér til þess að hvert hylki skilur eftir sig jákvætt umhverfisspor sem þýðir að kolefnisfótspor, frá baun til bolla, er bætt að fullu og rúmlega það. Kaffihylkin frá Sjöstrand eru fyllt með besta mögulega kaffi sem baunabeltið hefur uppá að bjóða – 100% lífrænt ræktað.
Þetta er mikilvæg þróun - bæði þegar kemur að gæði kaffisins og umhverfisvernd fyrir komandi kynslóðir.
Sjöstrand kaffihylkin passa einnig í flestar Nespresso® kaffivélar sem eru í sölu.