August 14, 2025
NÝ NÖFN. NÝ HYLKI. SAMA GÓÐA KAFFIÐ.

Við kynnum með stolti og ánægju nýja hönnun og uppfært kaffiúrval frá Sjöstrand. Ný nöfn, glæsilegar umbúðir og enn umhverfisvænni hylki - en að sjálfsögðu bjóðum við ennþá upp á sama góða kaffið sem viðskiptavinir okkar elska.
Endurhönnunin fagnar hverju kaffimómenti og gefur hverri blöndu sína einstöku rödd og sögu. Allt frá björtum og ljúfum bolla í “You, Me, Lungo” til djarfs kryddkeims í “Dark Rush Ristretto” - hver blanda býður upp á einstakt ferðalag.
SJÖSTRAND KAFFI
-
You, Me, Lungo (Ljós ristun)
Smooth & Citrusy
Bragðtónar: Appelsínur, Svart te, Kakónibbur
Lungo í góðu jafnvægi sem býður þér að eiga góða stund, sitja örlítið lengur og njóta augnabliksins. Létt ristað kaffi sem er sérhannað fyrir þitt kaffimóment, með mildum sítruskeim og mjúku eftirbragði með örlitlum beiskleika.
→ Kemur í stað: Espresso 02 & Lungo 03
-
Espresso Kiss (Meðal ristun)
Round & Berrily
Bragðtónar: Rifsber, Mjólkursúkkulaði, Brenndur sykur
Eins og fyrsti kossinn, þessi espresso er eftirminnilegur, einstakur og svolítið spennandi. Meðalristað kaffi með ríkulegu og mjúku bragði af karamellu, mjólkursúkkulaði og fíngerðum berjakeim sem kemur fram þegar varirnar mæta bollanum.
→ Kemur í stað: Espresso & Lungo 05
-
7 AM Espresso (Meðal ristun)
Full & Nutty
Bragðtónar: Valhnetur, Karamella, Dökkt súkkulaði
Njóttu stundarinnar áður en heimurinn vaknar með þessu meðalristaða kaffi sem er með góða fyllingu og ríkulegt eftirbragði sem vekur skilningarvitin. Kraftmikill espresso sem sameinar djúpa tóna af dökku súkkulaði, djörf en mjúk byrjun sem setur tóninn fyrir daginn.
→ Kemur í stað: Espresso 01
-
Dark Rush Ristretto (Dökk ristun)
Bold & Spicy
Bragðtónar: Múskat, Engifer, Negull
Þessi ristretto bíður ekki, hann kemur til þín. Dökkristuð blanda af Arabica og Robusta baunum, rík af dökkum súkkulaðitónum, hlýlegum kryddkeim og eftirminnilegri beiskju sem skilar djörfu eftirbragði og góðri fyllingu.
→ Kemur í stað: Espresso 06 & Lungo 07
-
Nightfall Decaf (Meðal ristun)
Soft & Fruity
Bragðtónar: Þurrkaðir ávextir, Sveskjur, Jurtir
Þegar líður á daginn er gott að geta notið augnabliks með mildum og þægilegum decaf (koffínlaus). Hinn fullkomni síðdegis- eða kvöldbolli með mjúkum tónum af sítrus og dökku súkkulaði. Allt sem þú þarfnast, bara án koffíns.
→ Kemur í stað: Decaf 04
NÝ UMHVERFISVÆNNI HYLKI
Samhliða endurhönnun á kaffiúrvalinu kynnum við til leiks ný og endurbætt hylki - sem eru enn umhverfisvænni! Hylkin eru brautryðjandi nýjung, þau eru niðurbrjótanleg, gerð úr náttúrulegri hliðarafurð kaffiristunarferlisins, sem gerir þau að vistvænasta valinu á markaðnum.
Það hefur verið markmið Sjöstrand frá stofnun að bjóða uppá vistvænan kost á hylkjamarkaði og í stuttu máli erum við nú að bjóða uppá kaffihylki sem eru gerð úr úrgangi frá kaffiframleiðslu.
Hentugast er að flokka hylkin með lífrænum úrgangi og ef það er ekki í boði þá fara þau í almennt sorp.
Nýja kaffið er komið í sölu á sjöstrand.is og væntanleg til allra söluaðila á næstu dögum og vikum.
KAUPA KAFFI