Sænsk hönnun mætir sjálfbærni
Upplifðu hina fullkomnu kaffistund, sem er einstök þegar kemur að hylkjakaffi.
Tímalaus sænsk hönnun sem er afdráttarlaus þegar kemur að markmiðum sínum í átt að sjálfbærri heimi.
Yfirborð vélarinnar er úr ryðfríu stáli sem endist vel auk þess sem hönnun hennar gerir það að verkum að hún hellir upp á afbragðsbolla, í fullkomnu hitastigi, með einum hnappi.
Vélin er í tveggja ára ábyrgð en hægt er að skipta út öllum hlutum vélarinnar ef þeir skildu bila. Það lengir endingartíma vélarinnar enda markmið Sjöstrand að hægt sé að njóta vélarinnar lengi.
Sjöstrand kaffið er 100% lífrænt, Fairtrade vottað og skilar af sér jákvæðu kolefnisspori. Hylkin brotna niður í náttúrunni og eru gerð úr plöntutrefjum, þannig að þau skilja ekkert eftir sig. Sjöstrand á heimsvísu er einnig í samstarfi við Vi - Agroforestry sem vinnur að umhverfisvernd og samfélagslegum jöfnuði, með því að planta trjám og styðja við nærsamfélögin þar sem kaffiframleiðslan fer fram.