Vintage hugsjón hero image

Vintage hugsjón

Sjöstrand kaffivélin er ekki bara falleg og tímalaus hönnun, hún er einnig hönnuð með sjálfbærni í fyrirrúmi og byggð upp þannig að hægt er að skipta út öllum íhlutum hennar. Þannig getum við þjónustað allar vélar, gert við þær í stað þess að skipta þeim út, og séð til þess að hún reiði fram gómsæta kaffibolla um ókomin ár.

Það kemur þó fyrir að við þurfum að skipta út vélum viðskiptavina og þá koma Vintage vélar okkar til sögunnar.
split-banner image

Svona virkar þetta:

Ef svo óheppilega vill til að kaffivél bilar og ekki er hægt að gera við hana samstundis tökum við hana inn á verkstæði til frekari skoðunar. Teymið okkar metur ástand vélarinnar og hvort hægt sé að gera við hana og endurnýja.

Ef hægt er að gera við vélina fer hún í gegnum viðgerðarferli sem skilar henni góðu framúrskarandi ástandi svo hún hellir upp á ómótstæðilegan bolla um ókomin ár.

Þessar tilteknu vélar eru síðan seldar sem Vintage vélar og skiptast í tvo flokka eftir ástandi þeirra. Annars vegar vélar sem eru sem nýjar í útliti og hins vegar vélar sem sér aðeins á. Verðin endurspegla þetta ástand, en báðir flokkar hafa að geyma vélar sem hafa virkni sem ný vél og í fullkomnu tæknilegu ástandi. Þetta er mikilvægur partur af sjálfbærnistefnu Sjöstrand og stuðlar á sama tíma að umhverfisvænni heimi.

Ef þú hefur áhuga á Vintage vél frá okkur skaltu skrá þig á póstlistann okkar þar sem við látum vita þegar það koma inn vélar á lager.