The Brass Coffee Machine Launch hero image

The Brass Coffee Machine Launch

Þegar kom að því að kynna nýju brassútgáfu hinnar klassisku Sjöstrand kaffivélarinnar var markmiðið skýr: að halda á lofti arfleifð og heiðri fallegu vélarinnar en með smá tvisti.

Hönnuðir vélarinnar sáu fyrir sér vél sem mundi stela senunni og bjóða upp á fágun og fegurð. Ákvörðunin um að velja brass var tekin vegna þess að það hefur einstakan sjarma og títtnefnda fágun sem passar vel við hönnunarelementið hjá Sjöstrand, brass er einmitt gætt þeim eiginleika gætt að standa upp úr. Með brass útgáfu vélarinnar er verið að höfða til þeirra sem vilja einstaka hönnun með dass af lúxus.

Vélin hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur meðal hönnunaráhugafólks og kaffiunnenda sem vilja skreyta eldhúsið sitt með fallegum vörum, sem endurspeglar ákveðinn persónulegan stíl. Heitir tónar brassins og tímalaus hönnunin býður upp á ferska nálgun á annars klassískri hönnun. Vélin verður meira en hefðbundið eldhústæki - hönnunarvara sem stelur senunni og setur ný viðmið í daglegu kaffirútínunni. 

Quick shop